Saman gegn matarsóun
Saman gegn matarsóun 13 Forvinna og undirbúningur Í þessu verkefni þurfið þið að leita að svörum á netinu. Spurt er út í hvar matur sóast og af hverju við sóum mat. Skoðið t.d. síðuna matarsoun.is og smellið á „Hvað er matarsóun“. Þar er efni á íslensku. Á akrinum og við uppskeru. Setjið t.d. „food waste in the field“ eða „food waste ugly“ í leitarvél og skoðið heimasíður og myndir af matvælum sem eru offram- leidd og sem sóast vegna útlitsgalla. Skoðið frábæra franska herferð með ljótu ávöxtunum og grænmetinu. Setjið „Inglorious Fruits and Vegetables“ í leitarvél og á youtube.com. Framleiðsla og meðhöndlun. Tristram Stuart, sem kom matarsóun á kortið sem alþjóðlegu vandamáli, tekur dæmi um matarsóun við pökkun á baunum í Kenía. Verkafólk sker stóran hluta af baunabelgjunum af, svo hægt sé að pakka þeim í jafnstóra plastpoka. Afgang- inum er hent. Setjið „Food-Waste Rebel Wants You to Eat Ugly Food“ í leitarvél og á youtube.com . Hvar sóast maturinn? Mat er sóað í rauninni alls staðar, bara mismikið. Mat er sóað allt frá því hann er ræktaður á akrinum og þangað til við sjálf hendum honum í ruslið. Ljóta grænmetið er stundum ekki tekið af akrinum og matur eyðileggst stundum ef hann er ekki geymdur rétt. Mikið af matnum okkar er til dæmis ræktað í hitabeltislöndum og þar geta verið rakavandamál sem geta skemmt mat. Blautt korn eða hveiti myglar hratt. Svo getur mat verið sóað í framleiðslu og hann getur skemmst á leiðinni til Íslands. Mat er sóað í matvöru- búðunum ef það er pantað of mikið (sjá verkefni 4 um dagsetningar). Svo sóast matur heima hjá okkur, í skólanum og á veitingastöðum. Verkefni 2. Finnum út hvar og af hverju maturinn sóast
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=