Saman gegn matarsóun
Saman gegn matarsóun 12 Aukaverkefni a. Fyrst skal láta nemendur horfa á myndband sem sýnir hve löng brúin er yfir ána Volgu (leitarorð á youtube: „Crossing the Volga river“) b. Svo loka allir augunum á meðan kennari eða nemandi les þennan texta upphátt: Vatn sem fer í að vökva allan matinn sem er svo hent í ruslið á hverju ári er um 250 km3 (rúmkílómetrar). Þetta er svo gríðarlega mikið vatn að það er næstum ekki hægt að ímynda sér það en við skulum reyna. Þetta vatnsmagn er um það bil rennsli árinnar Volgu í Rússlandi á einu ári eða um 8.060 m3/s. Volga er um 20 sinnum stærri en Ölfusá, sem er vatnsmesta á Íslands. Rúmmál Kópavogslaugar, sem er stærsta sundlaug Íslands er 1.700 m3 (rúmmetrar) og til samanburðar þá er rennsli Volgu á einni sekúndu tæp- lega 5 sundlaugar. Ímyndið ykkur að þið séuð að horfa á Volgu, þetta risastóra fljót. Blikkið auganu í eina sekúndu og þá er runnið fram hjá ykkur það vatn sem þarf til að fylla tæplega 5 sundlaugar. Ef þið horfið á ána renna í eina mínútu þá eru það ca. 280 sundlaugar. Ca. 17.000 sundlaugar á klukkustund og 400.000 sundlaugar á dag. Reynið svo að ímynda ykkur að þið mynduð horfa á Volgu renna í heilt ár. Þetta samsvarar því vatni sem fer í að vökva mat sem við hendum! Galið, ekki satt? Ítarefni fyrir kennara Umhverfis- og samfélagskostnaður • Umhverfiskostnaður vegna matvæla sem sóast : – Áburður og eiturefni. – Eyðing regnskóga vegna t.d. pálmaolíu, soja og kjötframleiðslu. – Eyðilegging heimila frumbyggja í Amazon og víðar. – Urðun veldur 3,3 milljarða tonna árlegri losun gróðurhúsalofttegunda: 3.300.000.000 tonn: Þetta jafnast á við helming af heildarkolefnislosun frá Bandaríkjunum. – Vatn sem spillist (sjá t.d. aukaverkefni). – Tap á landsvæði – Tap á líffræðilegum fjölbreytileika (lífbreytileika) • Samfélagslegur kostnaður þar sem maturinn var ræktaður og framleiddur – Mannsæmandi laun eða nútíma þrælahald? – Öruggt starfsumhverfi? Svar við verkefni 2. Hve mörg Íslönd (flatarmál Íslands) fara undir mat sem er hent á hverju ári (rétt svar: 14/0,103125 = 136). Svar við verkefni 3. Epli: 70 lítrar af vatni. Appelsínusafi: 170 lítrar af vatni. Hamborgari: 2400 lítrar af vatni. Tekið af http://www.fao.org/resources/infographics/infographics-details/en/c/218877/
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=