Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 10 Verkefni 1. Matarsóun almennt Forvinna og undirbúningur Í þessu verkefni lærið þið hvað matarsóun er og hverjar afleiðingar matarsóunar eru. Hvað er matarsóun? Matarsóun verður þegar við hendum ætum mat eða mat sem einu sinni var ætur. Það er því matarsóun að henda epli í ruslið, jafnvel þó það sé orðið gamalt og krumpað, því það var einu sinni bara venjulegt, gómsætt epli. Aftur á móti er það ekki matarsóun að henda bananahýði í ruslið, því þó að þetta sé lífrænn úrgangur eins og matur, þá borðum við ekki bananahýðið sjálft heldur bara bananann. Afleiðingar matarsóunar Afleiðingar matarsóunar eru miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir. Það er auðveld- ast að loka augunum fyrir vandamálinu og hugsa með sér „eigum við ekki sjálf matinn sem við erum búin að kaupa og ráðum hvað við gerum við hann?“ En málið er bara ekki svo einfalt og matur er ekki bara maturinn sjálfur, lokaafurðin. Matur er líka landsvæðið sem hann var ræktaður á, vatnið sem fór í að vökva uppskeruna, áburðurinn sem var notaður, orkan sem fór í að flytja matinn á milli svæða og landa, dýrin sem voru drepin og einnig vinna fólksins sem vann við að búa til matinn og koma honum til okkar. Þegar við hendum 30% af mat sem framleiddur er, þá erum við einnig að henda í ruslið þessum dýrmætu auðlindum sem fóru í að búa til matinn. Hugsið ykkur að við mannfólkið erum að eyðileggja regnskóg til að búa til mat (m.a. pálmaolíu, dýrafóður og kjöt) og svo hendum við þriðjungnum í ruslið! Regnskógar eru afar mikilvægir, bæði er mikið kolefni í trjánum sjálfum (sem fer út í andrúmsloftið ef trén eru brennd) og svo er lífbreytileiki skóganna mjög mikill. Meira en helmingur allra plöntu- og dýrategunda jarðar finnast í regnskógum og þegar við eyðileggjum regnskóginn þá missum við þessar tegundir. Að auki fær fólk út í heimi oft ekki mannsæmandi laun fyrir vinnu sína eða vinnur við mjög erfið skilyrði (hnattrænt (ó)jafnrétti). Þetta er kallaður umhverfis- og samfélags- kostnaður og þessi kostnaður fylgir oft ekki með í verðinu sem við borgum fyrir vöruna. Og hver borgar þá þennan kostnað? Jú, náttúran og fólkið sem fær ekki sanngjörn laun fyrir vinnuna sína.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=