Saman gegn matarsóun

9 Saman gegn matarsóun • Umhverfiskostnaður – kostnaður sem fer ekki inn í verðið á vörunni, svo sem ýmis ágangur á náttúruna (t.d. skógareyðing, mengun, ofnýting á vatni), kolefnisspor, lélegar aðstæður verkafólks o.þ.h. • Hnattrænt jafnrétti – snýst um jafnan rétt allra jarðarbúa til að uppfylla ákveðnar grunnþarfir. Þetta eru þarfir eins og aðgangur að mat og vatni, skjól gegn veðri og vindum, aðgangur að heilsugæslu, vörn gegn sjúkdómum og hvers konar ofbeldi, aðgangur að menntun, réttlæti og félagskap við annað fólk. Allir eiga jafnt tilkall til alls þessa óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, kynhneigð, tungumáli, trú, skoðun, þjóðerni, uppruna, eignum, ætterni eða öðrum aðstæðum. Réttur allra jarðarbúa til þessara grunnþarfa hefur verið samþykktur með alþjóðlegum sáttmálum og markmiðum á vegum Sameinuðu þjóðanna m.a. Mannréttindayfirlýsingin , Barnasáttmálinn og Heimsmarkmiðin . • Umhverfismerki – Umhverfismerki segja okkur að varan uppfylli kröfur um ýmsa þætti svo sem sjálfbærni, heilnæmi og sanngirni. Áreiðanleg umhverfismerki (Svan- urinn og Evrópublómið m.a.) hjálpa okkur að velja það sem er best fyrir umhverfi og heilsu og réttlætismerki (siðgæðisvottun) eins og Fair trade segir okkur að varan uppfylli kröfur um ýmsa félagslega þætti svo sem að verkafólkið fái sanngjörn laun og að vinnuaðstæður séu í lagi. Sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar . • Lífbreytileiki/líffræðilegur fjölbreytileiki – Þróun lífvera hefur tekið milljónir ára og á þessum tíma hafa þróast ótal tegundir lífvera. Lífbreytileiki felur í sér fjölbreytileika allra lífvera hér á jörðu, þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. En lífverur af sömu tegund geta líka verið ólíkar. Horfðu yfir bekkinn þinn og sjáðu hvað þið eruð öll ólík. Þessi breytileiki er einnig hluti af lífbreytileika. Samspil lífvera innan vistkerfa er oft flókið og margbreytilegt og sé mikilvægur hlekkur tekinn út, eins og t.d. býfluga, getur það verið mjög slæmt fyrir kerfið í heild því býflugur eru mikilvægir frjóberar og án þeirra eiga plöntur erfitt með að fjölga sér. Það sama á við ef ný tegund kemur inn í vistkerfi. Fjöldi tegunda eykst jú tímabundið en sumar nýjar tegundir geta orðið ágengar og valdið því að aðrar tegundir hverfi úr vistkerfinu. Dæmi um ágengar teg- undir á Íslandi eru t.d. minkur og alaskalúpína. • Vistkerfi og vistkerfaþjónusta – Vistkerfi er hugtak yfir náttúruna sem nær yfir allar lífverur (t.d. bakteríur, orma, spendýr, plöntur, köngulær og fugla) og alla um- hverfisþætti (t.d. loftslag, vatn og næringarefni) sem finnast á tilteknu svæði. Vist- kerfi geta t.d. verið skógur, mýri, mói, tjörn eða fjara. Vistkerfi í góðu ástandi veita okkur ákveðin gæði sem kalla má þjónustu. Þessi vistkerfaþjónusta er til dæmis nátt- úruafurðir eins og fæða, hreint loft, vatn, eldsneyti og húsaskjól. Einnig má tala um mýrar og votlendi sem vistkerfaþjónustu því þær geta dregið úr hættu á flóðum. Þessi þjónusta skiptir miklu máli fyrir okkur og ef við förum ekki vel með náttúruna þá getur dregið úr henni eða hún stöðvast, þannig að við fáum ekki áfram fæðu eða hreint vatn svo dæmi séu tekin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=