Rúna jafnar leikinn

Það sem skiptir máli Til þess að styðja við og auka lestrar- og stærðfræðiþekkingu barnsins er gott að: ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ LESA SAMAN • Skoðið forsíðuna. Lesið titilinn. Hvað haldið þið að sagan fjalli um? Hvaða merkingu ætli það hafi „að jafna leikinn“ í þessari sögu? • Lesið söguna saman: Fáið barnið til að líta aftur yfir söguna. Bendið á útskýringarnar á bls. 11, 17, 23 og 27. Hvernig geta þær aukið skilning á oddatölum og sléttum tölum? • Í upphafi sögunnar eru Rúna og vinkonur hennar í einhverjum vandræðum þegar þær setjast í fyrstu leiktækin. Hvert er vandamálið? Á bls. 17 leysa þær vandann. Hvernig fara þær að því? FINNA TENGSL VIÐ STÆRÐFRÆÐINA • Í sögunni lærum við að 3 og 7 séu oddatölur (bls. 11 og 23) og að 4 og 10 séu sléttar tölur (bls. 17 og 27). • Hjálpið barninu að sjá fyrir sér oddatölur og sléttar tölur með því að gera strik á stórt blað til að sýna hverja tölu: 3, 4, 7 og 10. Til dæmis, ll ll = 4 og ll ll ll l = 7. • Sýnið að hægt er að skipta strikunum sem sýna sléttar tölur í tvo jafna hluta (ll ll; ll ll l ll ll l). Hjálpið barninu að reyna að skipta strikunum fyrir 3 og 7 í jafn stóra hluta. Hvað gerist? • Lesið bls. 20 aftur. Hvaða vandi fylgir því að fjöldi vinanna í hópnum sé slétt tala þegar þarf að kjósa um eitthvað? Hvernig leysa Rúna og vinkonur hennar þennan vanda? BEITA STÆRÐFRÆÐIHUGTÖKUM • Minnið barnið á hvernig þið notuðuð strik til að sjá hvort talan væri slétt eða oddatala. Skrifið síðan tölurnar 2, 5, 6, 8 og 9 á blað. Hvort er um slétta tölu eða oddatölu að ræða? Útskýrið hvernig þið vitið það. • Hugsið ykkur að þið séuð í leik með félögum ykkar. Fylgja því einhver vandamál ef fjöldinn í hópnum er slétt tala? Leysir það einhver vandamál? En þegar þið ætlið að skipta í tvö lið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=