Rúna jafnar leikinn

Kæri forráðamaður/kennari Hvers vegna þarf ég að læra alla þessa stærðfræði? Hljómar þetta kunnuglega? Mörg börn eiga erfitt með að tengja stærðfræði í skólanum við daglegt líf. Þú getur aðstoðað barnið við að finna tilgang með stærðfræðinni með bókunum í þessum bókaflokki. Í hverri bók er fjallað um ákveðna þætti stærðfræðinnar sem aðalsögupersónan leiðir lesendur í gegnum. Börn munu lifa sig inn í söguna og þar með einnig inn í stærðfræðina sem þetta snýst allt um! Sem fyrrverandi kennari og höfundur námsefnis í lestri og stærðfræði, þekki ég mikilvægi þess að kennslubækur fylgi því námsstigi sem börnin eru á. Þess vegna er þessi bókaflokkur saminn og þau stærðfræðihugtök sem börn þekkja úr skólanum notuð og ekki skemmir söguþráður- inn fyrir! Aftast í hverri bók eru hugmyndir að viðfangsefnum sem miða að því að hvetja börnin til þess að hugsa og tala um stærðfræði og söguþráðinn. Þar er einnig blaðsíða með upplýsingum um þann stærðfræðiþátt sem sagan fjallar um. Aðalmarkmið okkar með bókaflokknum er að leggja okkar af mörkum til að kveikja áhuga nemenda á stærðfræði sem mun fylgja þeim út lífið. Með kveðju, útgefandi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=