Kæri nemandi! Nú hefur þú lokið við þessa bók. Hvað hefur þú lært? Flettu bókinni hægt og rólega og rifjaðu upp lykilatriðin. Athugaðu svo hvort þú veist svörin við spurningunum. • Við skiptum stafrófinu í sérhljóða og samhljóða. Hvaða stafir eru sérhljóðar? En samhljóðar? • Við hvaða stafi er miðað þegar raðað er í stafrófsröð? • Nafnorð skiptast í sérnöfn og samnöfn. Hvaða munur er á þeim? • Hvaða nafnorð eru alltaf skrifuð með stórum staf? • Staðaheiti eru nöfn á stöðum. Hvort eru þau skrifuð með stórum eða litlum staf? • Þú lærðir heiti fjölmargra dýra sem lifa í fjöru. Hvaða orð manstu? • Hvenær á að nota punkt? Hvenær notum við kommur? • Af hverju er gagnlegt að finna lykilorð í texta? • Hvaða sérhljóða á að skrifa á undan -ng og -nk? • Hvað er átt við með tvöföldum samhljóða? • Hvað heita kyn nafnorða? Hvaða hjálparorð má nota til að finna þau? • Hvaða orð er gott að nota til að finna hvort nafnorð enda á -n eða -nn? ◆ Ritrún 3 ISBN 978-9979-0-2186-5 Í endurskoðaðri útgáfu árið 2010 voru gerðar nýjar teikningar og verkefnum bætt við. © 2010 Kolbrún Sigurðardóttir og Þóra Kristinsdóttir © 2010 teikningar Inga María Brynjarsdóttir Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir Útlit og umbrot: Námsgagnastofnun 1. útgáfa 2010 önnur prentun 2010 þriðja prentun 2012 fjórða prentun 2013 fimmta prentun 2015 sjötta prentun 2016 sjöunda prentun 2017 áttunda prentun 2018 níunda prentun 2019 tíunda prentun 2020 ellefta prentun 2021 tólfta prentun 2023 þrettánda prentun 2024 fjórtánda prentun 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=