Ritrún 3

22 Lestu textann og gerðu hring utan um alla stóru stafina og kross á punktana. Haf og land Fjaran Fjaran er þar sem mætast sjór og land. Til eru margs konar fjörur, fjörur með grófri mold og stórum steinum, fjörur með fínum mjúkum sandi. Sandurinn er mismunandi á litinn. Hann verður til úr bergi sem sjórinn hefur molað. Sumt af sandinum hefur einnig borist til sjávar með ám og lækjum. Fjaran breytist tvisvar á sólarhring. Hún stækkar þegar sjórinn fellur út (fjara). Hún minnkar þegar sjórinn fellur að (flóð). Öldur verða til þegar vindar blása. Þær eru bæði stórar og smáar. Þær geta ferðast vítt um höf. Þegar stormur hefur geisað lengi myndast hvítfyssandi brimöldur. Þá er hættulegt að vera á sjónum og í fjörunni. Hvernig verður sandurinn til? Hvernig breytist fjaran á flóði? Við skrifum stóran staf • á eftir punkti • í sérnöfnum • í fyrirsögnum Skoðaðu Fjöruna og hafið á mms.is. Þar finnur þú ýmislegt um hafið, fjöruna og steina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=