RITRÚN 3
Krossaðu við þegar þú hefur lokið við blaðsíðuna. bls. bls. 2 20 3 21 4 22 5 23 6 24 7 25 8 26 9 27 10 28 11 29 12 30 13 31 14 32 15 33 16 34 17 35 18 36 19 37 Nafn: Ég kann mjög vel! Ég kann vel! Ég þarf að læra betur!
1 Kæri nemandi! Í þessari bók lærir þú meðal annars • um stafrófið og að raða orðum í stafrófsröð • um sérhljóða og samhljóða • um nafnorð, bæði sérnöfn og samnöfn. Þú kynnist eintölu og fleirtölu orða, kyni nafnorða og nokkrum stafsetningarreglum svo sem • um stóran og lítinn staf • ng - og nk - reglunni • um tvöfaldan samhljóða Í bókinni eru verkefni þar sem þú átt að semja sögur og svo eru nokkrar þrautir og lestrarspil til að spreyta sig á. Mundu að krossa við á matsblaðinu. Í bókinni eru tákn sem þú þarft að vita hvað merkja. Fyrimælin eru í reitnum með stækkunarglerinu. Mundu að lesa þau vel. Í skýinu finnur þú orð sem þú notar til að leysa verkefnið. Uglan segir þér ýmislegt sem gott er að leggja á minnið. Bókin merkir að þú átt að skrifa í stílabók. Tölvan minnir á skemmtilega og fróðlega vefi sem þú getur skoðað. Krakkasvefir eru á mms.is Skemmtu þér vel og æfðu þig um leið í að skrifa orðin rétt. ◆ ◆ ◆ ◆ • um n eða nn í enda orðs • um punkt og kommu.
2 Lestu þetta ljóð um bækur. Skoðaðu orðin í skýinu. Settu hring utan um orð sem geta átt við bækur. Heilinn hjálpar þér að muna og læra. Þú lærir á ýmsan hátt, til dæmis með því að horfa, hlusta, lesa og skrifa. Að lesa og læra Bækur eru þykkar, þunnar, þungar, léttar, djúpar, grunnar, óþekktar og öllum kunnar, augu, eyru, nef og munnar. Gaman er að liggja og lesa langar nætur uppi í bæli söguskruddur, skræður, pésa, skýrslur, ljóð og eftirmæli. Ótal bækur bíða í hillum, blína út í næturhúmið, troðfullar af visku og villum, vilja komast með í rúmið. Þar er sól og þar er bylur, þar er sorg og mikil kæti, þar er allt sem þjóðin skilur: Þögn og ró og skrípalæti. Þórarinn Eldjárn Skrifaðu orðin sem þú settir hring um. Bækur eru ... skemmtilegar sætar góðar grænar sorglegar spennandi súrar bjartar kaldar leiðinlegar 1. 3. 2. 4.
3 Það er leikur að læra Lestu vísuna. Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær, að vita meira og meira, meira í dag en í gær. Guðjón Guðjónsson Hefur þú hugleitt hvað þú öðlast mikla þekkingu við það að læra að lesa? Þú lærir bókstafina. Þeir eru tákn eða merki fyrir hljóðin í málinu okkar. Bókstafirnir eru 36 og kallast einu nafni stafróf. Með bókstöfunum í stafrófinu getur þú búið til og skrifað orð sem þú vilt að aðrir lesi. Þú getur einnig lesið um það sem gerðist fyrir þúsundum ára, í gær og verður á morgun. Úr stafrófinu má búa til orð um allt mögulegt.
4 A B C D E F G I J K M Ó Q R T U W X Ý Z Æ Taktu vel eftir röð stafanna í stafrófinu. Að lesa og læra Aa Áá Bb (Cc) Dd Ðð Ee Éé Ff Gg Hh Ii Íí Jj Kk Ll Mm Nn Oo Óó Pp (Qq) Rr Ss Tt Uu Úú Vv (Ww) Xx Yy Ýý (Zz) Þþ Ææ Öö Það er nauðsynlegt að kunna stafrófið. Þú þarft að nota það alla ævi. Í Ritrúnu 1 er stafrófsvísa Þórarins Eldjárn. Kanntu hana? Stafirnir C, Q, W og Z eru sjaldan notaðir í íslensku. Því tölum við um 32 stafi í íslenska stafrófinu. Skrifaðu stafina sem vantar í auðu reitina þannig að stafrófið komi rétt út. Notaðu bara stóru bókstafina.
5 Skrifaðu stafina sem við notum sjaldan í íslensku í reitina. Skrifaðu stafina sem þú litaðir í rammann. Skrifaðu hina stafina á slöngunni í þennan ramma. Skrifaðu stafi sem vantar í stafrófsslönguna. Þeir eru allir í skýinu. Litaðu þá svo með rauðum lit. Sérhljóðar og samhljóðar A E I Á É Í O Ó Ö U Ú Æ Y Ý B C D Ð H G F K J L M N P Q R S T X W V Z Þ Þessir stafir eru kallaðir samhljóðar. Þessir stafir eru kallaðir sérhljóðar. Sérhljóðar eru nauðsynlegir svo að til verði orð. Orð verður ekki til ef við notum bara samhljóða.
6 Skrifaðu orðin í skýinu í stafrófsröð. Í hvaða bók finnur þú nöfnin hér fyrir neðan? Skrifaðu töluna fyrir aftan nafnið. Stafrófsröð Þegar raða á orðum eftir stafrófsröð er farið eftir fyrstu stöfunum í orði. björn api selur lóa hestur köttur elgur úlfur ýsa áll minkur otur púma valur þröstur api Skrifaðu í stafrófsröð lista yfir • þrjá fugla • fjóra liti • fimm dýr Karl Jóna Egill Ævar Þröstur Sara Olga Dagný Ragnar María A–F 1 G–K 2 L–Ó 3 P–T 4 U–Ö 5
7 Skoðaðu orðin í skýinu. Skrifaðu þau á strikin í rétta krukku. Þú notar ekki öll orðin í skýinu. Stafrófsröð sonur tunna dúfa jakki grautur ugla krukka api úr trýni hattur litir mús nef bátur vinur 5 orð frá j til n 5 orð frá t til v Orðagáta Hvaða orð er þetta? Fyrsti stafurinn er næst á undan l í stafrófinu. Annar stafurinn stendur á milli k og m í stafrófinu. Þriðja stafinn finnur þú bæði í vika og þinn. Stafurinn á eftir ó í stafrófinu er skrifaður tvisvar sinnum. Síðasti stafurinn er sérhljóði. Þú finnur hann í orðinu rakarar. Orðið er: Það eru sex stafir í orðinu.
8 kl r b k s l k ss h s g ll sk p n tt g t b t r l mp m t r Við skiptum stafrófinu í sérhljóða og samhljóða. Sérhljóðarnir a á e é i í o ó ö u ú y ý æ b (c) d ð f g h j k l m n p (q) r s t v (w) x (z) þ Sérhljóðar Samhljóðar Strikaðu undir sérhljóðana í orðunum í skýjunum. Settu sérhljóða á strikin svo úr verði orð. dagur penni rotta skóli diskur stýri köttur bækur dúkur skál ber tré tjald þil bíll borð bók puð rúm dyr kýr bær nögl banani jólatré götuljós húsasund bílalest málari stílabók blýantur á
9 j fnr tt v rð ng bj rts n br ðr l g v lf rð v n tt Settu sérhljóða á strikin þannig að úr verði orð. BYRJA ENDA AÁBCDÐEÉFGHI Í J K L M N O Ó P ZÝYXWVÚUTSRQ Þ Æ Ö Samhljóðaspilið • Þú þarft tening, spilapeð, blað og blýant. • Leikurinn felst í því að safna samhljóðum. • Þú skrifar niður þá samhljóða sem þú lendir á. • Ef þú lendir á sérhljóða færir þú þig til baka á næsta samhljóða. • Þegar spilinu lýkur býrðu til orð úr samhljóðunum sem þú skrifaðir. Þú velur sérhljóðin. • Sá er sigurvegari sem getur búið til flest orð. Hjálp! vinátta, velferð, bjartsýni, bræðralag, virðing, jafnrétti
10 maður kona stelpa strákur kona vörður tré blóm bekkir Skoðaðu dýrin. Lestu svo orðin í skýjunum og skrifaðu rétt orð við mynd. Hvað sérðu fleira á myndinni? Skrifaðu það hér. Þú finnur orð í skýinu. Í dýragarðinum api björn fíll flóðhestur gíraffi kengúra ljón slanga Öll orðin sem þú hefur skrifað núna eru nafnorð. mörgæs páfugl rostungur storkur sæljón tígrisdýr Ég sé
11 Gefðu þessu fólki nöfn. Nú skaltu gefa þessum dýrum nöfn. Stór stafur Nöfn á fólki og dýrum byrja alltaf á stórum staf. Við köllum þau sérnöfn. Hugsaðu þér að þú sért í dýragarði að horfa á apana. Semdu og skrifaðu apasögu.
12 Lestu orðin í skýinu og settu hring utan um öll sérnöfnin. Skrifaðu hér orðin sem þú settir hring utan um. Skrifaðu hér orðin sem eru ekki með hring utan um. Stór og lítill stafur bók Helgi húfa Bragi Finnur skápur Fjóla hestur Ari lampi hundur Katrín blóm Vala Gísli mús Magnús diskur stelpa Rósa Þetta eru sérnöfn. Þetta eru samnöfn. Þetta eru allt nafnorð. Helgi
13 Lestu orðin í skýinu. Skrifaðu svo rétt orð við mynd. Nafnorðin í skýinu geta líka verið nöfn á fólki. Þá eru þau sérnöfn og byrja á stórum staf. Skrifaðu þau við myndirnar. Leikur að orðum bolli ketill harpa rós sól ugla máni bogi jökull hrafn
14 Skrifaðu rétt orð á línurnar. Þú ferð eftir tölunum á kortinu. Orðin sem þú notar eru í skýinu. Lönd, þjóðir, tungumál Löndin nyrst og vestast í Evrópu heita Ísland, Grænland, Færeyjar, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Álandseyjar. 1 Landið okkar heitir Við erum Tungumálið okkar er 2 Landið okkar heitir Við erum Tungumálið okkar er 3 Landið okkar heitir Við erum Tungumálið okkar er 4 Landið okkar heitir Við erum Tungumálið okkar er Nöfn á löndum og þjóðum eru skrifuð með stórum staf. Tungumálaheiti eru skrifuð með litlum staf. 1 5
15 5 Landið okkar heitir Við erum Tungumálið okkar er 6 Landið okkar heitir Við erum Tungumálið okkar er 7 Landið okkar heitir Við erum Tungumálið okkar er 8 Landið okkar heitir Við erum Tungumálið okkar er Ísland íslenska Íslendingar Danmörk danska Danir Noregur norska Norðmenn Svíþjóð sænska Svíar Finnland finnska Finnar Færeyjar færeyska Færeyingar Grænland grænlenska Grænlendingar Álandseyjar sænska (álenska) Álendingar Þau kallast einu nafni Norðurlönd. 3 2 7 4 8 6
16 Lestu spurningarnar og svaraðu þeim. Hvar erum við? Ísafjarðardjúp Breiðafjörður Langjökull Faxaflói Esja Þingvallavatn Vestmannaeyjar Hekla Mýrdalsjökull Vatnajökull Herðubreið Vopnafjörður Grímsey Mývatn Húnaflói 17. júní 103.000 km2 haf eldur jöklar Hvað er Ísland stórt? Hvenær er þjóðhátíðardagur Íslendinga? Hvað heitir forseti Íslands? Teiknaðu íslenska fánann. Hvað tákna litirnir? blár rauður hvítur
17 Skoðaðu Íslandskortið hér til hliðar. Þú finnur þar öll orðin sem þú þarft til að leysa verkefnið. Öll staðaheiti eru skrifuð með stórum staf. Skrifaðu um skemmtilegt ferðalag sem þú hefur farið í. Lestu ljóðið. Að eiga sér fjall í flötum heimi eiga þar skjól skína við sól láta sér lynda leik regns og vinda eiga þar mark, mið, kennileiti. Fjall að horfa á inn til lands að horfa af út yfir haf. Fjall, kona, kall er allt sem þarf í arf. Úr Þjóðhátíðarljóði 2007 eftir Þórarin Eldjárn 3 jöklar 2 flóar 3 fjöll 2 eyjar 3 firðir 2 vötn
18 Lestu orðin í skýinu og settu hring utan um öll sérnöfnin. Skrifaðu hér orðin sem þú settir hring utan um. Skrifaðu hér hin orðin í skýinu. Landslag foss Eldgjá dalur Snæfell brekka Hellisheiði fjall Gullfoss hraun Látrabjarg heiði Akrafjall jökull Fljótsdalur klettur Kiðagil Langjökull lækur Staðaheiti eru sérnöfn og byrja á stórum staf. Þessi orð eru samnöfn og oft notuð sem kennileiti í landslagi. Eldgjá
19 Í skýinu eru staðaheiti á Íslandi. Settu orðin á rétta staði í krossgátunni. Staðaheiti – bæir – kaupstaðir Reykjavík Akureyri Selfoss Egilsstaðir Dalvík Hveragerði Garðabær Borgarnes Húsavík Akranes Blönduós Kópavogur Veldu þér stað og lýstu honum fyrir vini á póstkorti. Þú getur skoðað Kortavefsjá af Íslandi á mms.is R K H B D S G E A A H
20 Stafir í nöfnunum hafa ruglast. Raðaðu þeim rétt og skrifaðu á strikin. Ef þú ert í vandræðum eru orðin í skýinu hér til hliðar. Leikur að orðum Dýranöfn iGnár tinSa aprGur nuðSrú dalSjak Mannanöfn ladóHlar únSrig rilEgrun rimValad naGnur Gunnar, Sigrún, Erlingur, Valdimar, Halldóra, Snati, Gráni, Skjalda, Snúður, Garpur, Bláfjöll, Grindavík, Flatey, Álftanes, Dettifoss Staðarheiti láfBljöl drinGakív elFaty lefÁnesta tsstifDeo
21 Skoðaðu vel orðin í skýjunum. Þú getur fengið út heiti á stöðum við ströndina með því að nota eitt orð úr hvoru skýi. Skrifaðu orðin á strikin. Með fram ströndinni Borgar Ísa Hólma Akur Kópa Gríms Djúpi Þorláks Eyrar nes fjörður vík eyri sker ey vogur höfn bakki Borgarnes Lestu ljóðið Sumardagur. Sólin: stór rauður sleikibrjóstsykur Skýin: þeyttur rjómi Aldan: hlæjandi smástelpa Þú í fjörunni bakar sandkökur hún eltir þig lengra, lengra upp undir malarkambinn gleypir kökurnar eina eftir aðra og hrekkjótt skvettir á þig Steinarnir brosa líka. Vilborg Dagbjartsdóttir
22 Lestu textann og gerðu hring utan um alla stóru stafina og kross á punktana. Haf og land Fjaran Fjaran er þar sem mætast sjór og land. Til eru margs konar fjörur, fjörur með grófri mold og stórum steinum, fjörur með fínum mjúkum sandi. Sandurinn er mismunandi á litinn. Hann verður til úr bergi sem sjórinn hefur molað. Sumt af sandinum hefur einnig borist til sjávar með ám og lækjum. Fjaran breytist tvisvar á sólarhring. Hún stækkar þegar sjórinn fellur út (fjara). Hún minnkar þegar sjórinn fellur að (flóð). Öldur verða til þegar vindar blása. Þær eru bæði stórar og smáar. Þær geta ferðast vítt um höf. Þegar stormur hefur geisað lengi myndast hvítfyssandi brimöldur. Þá er hættulegt að vera á sjónum og í fjörunni. Hvernig verður sandurinn til? Hvernig breytist fjaran á flóði? Við skrifum stóran staf • á eftir punkti • í sérnöfnum • í fyrirsögnum Skoðaðu Fjöruna og hafið á mms.is. Þar finnur þú ýmislegt um hafið, fjöruna og steina.
23 Lestu ljóðið og leystu krossgátuna. Orðin eru í skýinu. Lífið í fjörunni Ljóð eru oft eins og mynd gerð úr orðum. marfló hrúðurkarl krabbi hörpudiskur kuðungur kræklingur kúskel ígulker marglytta Teiknaðu myndina sem þú sérð í huga þér þegar þú lest ljóðið að ofan. Fjöruljóð Kvöldroði skamma stund skart himins og hafs hverfur að lokum í þröngan kuðung. Ígulker eins og kirkja skapara sínum til dýrðar og öðuskel leggur frá landi. Hrúðurkarl fastur við stein. Í fjarska sefur fugl á grein. Gylfi Gröndal h k m h k k k m í
24 Lestu textann. Settu kross yfir kommurnar. Stafirnir hafa ruglast. Raðaðu þeim rétt. Orðin koma öll fyrir í textanum. Í fjörunni Við notum kommur á milli orða í upptalningu. Í fjörunni eru oft krakkar að leik. Þau leita að og tína upp úr fjörunni margs konar dýr úr sjónum. Sum eru lifandi eins og sandormar, flær og fjöldi smákvikinda sem æða undan steinum ef þeir eru hreyfðir, önnur eru dauð. Finna má margs konar skeljar, kuðunga, bobba, krabba og fallegar steinvölur. Oft finnast þar aða, kræklingur, hörpudiskur, kúskel, doppur, trjónukrabbi og ýmislegt fleira. Í fjörunni er flest af þessu dautt en er lifandi ef vaðið er út í sjóinn, Jafnvel nokkur skref. snadrmoar popdur læfr slekjar brobab kurnaguð kabrabr
25 sægrænt skvetta synda skrímsli stinga slímugt fuglar öldur bátur brim skip sjór skoltur Skoðaðu myndina. Haltu áfram með söguna. Þú getur notað orðin á steinunum. Ritun Mundu eftir að nota stóra stafi, punkta (.) og kommur (,) þar sem það á við. Við hafið Ég sat í fjörunni og horfði út á sjóinn. Þá sá ég ... Þú getur fundið ýmislegt um hafið og lífið í sjónum á hafro.is
26 Lestu textann hér fyrir neðan. Skoðaðu vel feitletruðu orðin. Þau eru lykilorð textans. Staðreyndaritun – um ljónið Ljónið Ljónið er grágult á lit, loðið, með langa rófu. Það líkist ketti en er stærra. Það er liðugt í hreyfingum, læðist og stekkur. Ljónið er grimmt og kænt. Það er rándýr og étur önnur dýr. Heimkynni ljónsins eru á grassléttum í Afríku og Vestur-Asíu. Skrifaðu lykilorð úr textanum í viðeigandi ský. Lykilorð hjálpa okkur til að skilja og muna. ljón grimmt rándýr grágult grassléttur eðli fæða útlit hreyfing heimkynni liðugt
27 Lestu og skoðaðu lykilorðin um hrafninn sem oftast er kallaður krummi. Staðreyndaritun – um hrafninn Lestu og lærðu þessa vísu um krumma. Semdu stutta lýsingu á krumma. Notaðu lykilorðin. Hvað þýða þessi orð? Notaðu orðabók. • hrafnaspark: • krummafótur: heimkynni fæða ætt spörfugl eðli Ísland klettar ber egg hreyfingar fimur listflug útlit svartur stór stríðinn glysgjarn félagslyndur Krumminn á skjánum, kallar hann inn: Gef mér bita af borði þínu, bóndi minn! Bóndi svarar býsna reiður: Burtu farðu, krummi leiður! Líst mér að þér lítill heiður, ljótur ertu á tánum, krumminn á skjánum.
28 Skoðaðu þessa bókatitla vel. Strikaðu undir orðin sem hafa ng og nk. Skrifaðu öll orðin sem þú strikaðir undir. Ng- og nk-reglan Litli unginn Fingur í spilinu Fanginn í kastalanum Söngur næturgalans Punktur komma strik . , – Minkurinn lífseigi SVARTI munkurinn Fiskur á öngli Englar og börn Ránið í bankanum Slöngurnar á tanganum
29 Skoðaðu orðin í skýinu. Settu hring utan um sérhljóðana sem eru á undan ng og nk í orðunum. Skrifaðu stafi í reitina. Notaðu orðin í skýinu þér til hjálpar. Lestu nú orðin í skýinu upphátt. Taktu eftir að þau eru oftast sögð öðruvísi en þau eru skrifuð. Ng- og nk-reglan vinka slanga banki syngur þröngur hringur planki tunga gangur sprunga flengja hanki Lestu vísuna. Það er langur gangur fyrir hann Svanga Manga að bera þang í fangi fram á langa tanga. Á undan ng og nk skrifum við sérhljóðana a, e, i, u, y, ö. Þetta er kallað ng- og nk-reglan. s u r s l a þ r u r g h r u u r r s p r a f l j a b i p h t a l i i v a i n k
30 Skrifaðu rímorð við þessi orð. Þau eru í skýinu. Tvöfaldur samhljóði Það kallast tvöfaldur samhljóði þegar tveir samhljóðar standa saman í orði: bb, dd, ff, gg, kk, mm, nn, pp, rr, ss, tt veggur lumma rotta herra budda tunna toppur takki kyssa pakki – leggur – byssa – skrudda – kerra – summa – Skrifaðu orð við myndirnar. Þau hafa öll tvöfaldan samhljóða. kross, bakki, gaffall, skúffa, rotta, munnur, bíll, fléttur, smekkur, kubbar, spegill, foss koppur – motta –
31 Skoðaðu myndirnar. Finndu sömu tölu í krossgátunni og er við mynd og skrifaðu orðið í reitina. Rétt svör finnur þú neðst á síðunni. Tvöfaldur samhljóði 1 rotta 2 kanna 3 sokkur 4 rammi 5 hattur 6 panna 7 trappa 8 tunna 9 munnur 10 klukka 11 pakki 12 jakki 13 krukka 14 tromma 15 köttur 16 kokkur 17 skúffa 18 bolli 19 kassi 20 tappi 21 motta 22 dúkka 23 sveppur 24 vagga 1 2 3 4 6 9 5 7 8 11 10 12 13 14 15 16 19 17 18 20 21 22 24 23 1 2 3 5 8 7 14 4 9 20 12 11 15 13 17 16 10 18 19 23 24 6 22 21
32 Skoðaðu myndina. Finndu 11 hluti sem hafa tvöfaldan samhljóða í heiti sínu. Skrifaðu þau. Stafirnir hafa ruglast. Finndu hvaða orð þetta eru. Orðin eru öll með tvöföldum samhljóða. Tvöfaldur samhljóði pohpa alkal balab nerna lagfga kakah marþam titha raru simas dyad kúfsaf Heiti hluta á mynd: Hattur, frakki, jakki, stóll, motta, klukka, þvottavél, pottur, hnöttur, penni, stytta hoppa _ _ lla
33 Spil um tvöfaldan samhljóða • Þú notar tening og spilapeð. • Búðu til 12 lítil spjöld. Skrifaðu tölustafina 1, 2 og 3 fjórum sinnum (ein tala á hvert spjald). • Þegar þú lendir á orði dregur þú spjald. Finndu rímorð á móti orðinu sem þú lentir á. Tala á spjaldinu segir þér hve mörg orð þú átt að finna hverju sinni. • Ef þú getur ekki fundið rímorð verður þú að fara til baka um þrjá reiti. • Ef öll spjöldin klárast áður en spilið er búið er þeim safnað saman og þau sett aftur á hvolf á spjaldreitinn og leiknum haldið áfram. • Sá vinnur sem er fyrstur í mark. (Hér liggja spjöldin á hvolfi). BYRJA lakk fimm stopp fjall þétt flagg prjónn gabb nótt tönn kinn satt brall glögg gull átt kapp foss bann kurr frítt menn vítt grugg blikk dögg fliss ENDA
34 Lási, Lína og litla barnið eru að safna orðum. Hjálpaðu þeim að finna réttu orðin í skýinu og skrifaðu þau á pokana þeirra. Kyn nafnorða köttur flugvél borð eyra ljón sokkur súpa brauð peysa grautur slanga fingur bíll hjól bók bolli nef rós hann hún það Kyn orða eru þrjú: Karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Semdu þrjár stuttar sögur um hestinn, hryssuna og folaldið.
35 sumar vetur skápur stelpa strákur haust hilla barn bolli kanna gólf munnur bók glas tunga Skoðaðu orðin í skýinu. Skrifaðu þau í rammana þar sem þér finnst þau eiga að vera. Mundu að orðin hann, hún og það geta hjálpað þér. Kyn nafnorða hann = karlkyns hún = kvenkyns það = hvorugkyns hann strákur hún stelpa það barn
36 bolli ________ (minn) krakki ________ (minn) panna ________ (mín) bóki ________ (mín) motta ________ (mín) skæri ________ (mín) myndi ________ (mín) lampi ________ (minn) potturi ________ (minn) kjólli ________ (minn) Lestu orðin í skýinu. Strikaðu undir þau sem enda á nn. Dragðu hring utan um þau sem enda á n. Skrifaðu orðin í réttan kassa. Skrifaðu n eða nn á strikin. Mundu hjálparorðin. n eða nn í enda orðs peysan boltinn ljósið eyrað kápan bíllinn ástin apinn ísinn úrið állinn skálin búrið taskan Orð með nn Orð með n mín – í-hljóð, þá skrifum við n minn – i-hljóð, þá skrifum við nn
37 Lestu það sem uglan á blaðsíðu 36 segir. Skrifaðu svo orðin í litlu römmunum á strikin eins og þér finnst eðlilegast. n eða nn í enda orðs minn er gamall, en Óla er bara hvolpur. Mig langar í nýja því gamla mín er orðin slitin. Þetta er minn, þinn er á borðinu. mín er alltof þung. Báru er miklu léttari. Ég braut óvart minn. Má ég fá þinn lánaðan? minn er yfirfullur af dóti. Ég þyrfti að fá annan . Ég skal lána þér minn ef þú finnur ekki þinn . Nýja mín er blá en þín er gul. hundur úlpa sími taska blýantur skápur trefill regnkápa
38 Skoðaðu myndirnar og orðin í skýinu. Finndu rétt orð við hverja mynd og skrifaðu. Lestu orðin hér fyrir neðan. Þau eru í eintölu. Skrifaðu orðin í fleirtölu á strikin. Þau eru í skýinu. Þú notar ekki öll orðin. Nafnorð eru til í eintölu og fleirtölu: eintala – þegar talað er um einn fleirtala – þegar talað er um marga Nafnorð – eintala eða fleirtala bók myndir hillur hilla mynd bækur bátur bílar bíll bátar nætur kettir könnur bollar blóm götur ljós tré konur stólar veggir menn diskar steinar blóm maður kona köttur stóll ljós kanna diskur nótt
39 Orð í eintölu Orð í fleirtölu Skoðaðu orðin í skýinu. Þetta eru allt orð yfir hluti sem eru innanhúss. Strikaðu undir orðin sem eru í eintölu en settu hring utan um orðin í fleirtölu. Þrjú af orðunum í skýinu eru eins í eintölu og fleirtölu. Skrifaðu þau á strikin. Skrifaðu nú hin orðin í skýinu á réttan stað. Eintala eða fleirtala spegill stólar skápur pottar krani vaskur borð diskar panna kanna kerti glös bollar skálar rúm hillur lampi
Kæri nemandi! Nú hefur þú lokið við þessa bók. Hvað hefur þú lært? Flettu bókinni hægt og rólega og rifjaðu upp lykilatriðin. Athugaðu svo hvort þú veist svörin við spurningunum. • Við skiptum stafrófinu í sérhljóða og samhljóða. Hvaða stafir eru sérhljóðar? En samhljóðar? • Við hvaða stafi er miðað þegar raðað er í stafrófsröð? • Nafnorð skiptast í sérnöfn og samnöfn. Hvaða munur er á þeim? • Hvaða nafnorð eru alltaf skrifuð með stórum staf? • Staðaheiti eru nöfn á stöðum. Hvort eru þau skrifuð með stórum eða litlum staf? • Þú lærðir heiti fjölmargra dýra sem lifa í fjöru. Hvaða orð manstu? • Hvenær á að nota punkt? Hvenær notum við kommur? • Af hverju er gagnlegt að finna lykilorð í texta? • Hvaða sérhljóða á að skrifa á undan -ng og -nk? • Hvað er átt við með tvöföldum samhljóða? • Hvað heita kyn nafnorða? Hvaða hjálparorð má nota til að finna þau? • Hvaða orð er gott að nota til að finna hvort nafnorð enda á -n eða -nn? ◆ Ritrún 3 ISBN 978-9979-0-2186-5 Í endurskoðaðri útgáfu árið 2010 voru gerðar nýjar teikningar og verkefnum bætt við. © 2010 Kolbrún Sigurðardóttir og Þóra Kristinsdóttir © 2010 teikningar Inga María Brynjarsdóttir Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir Útlit og umbrot: Námsgagnastofnun 1. útgáfa 2010 önnur prentun 2010 þriðja prentun 2012 fjórða prentun 2013 fimmta prentun 2015 sjötta prentun 2016 sjöunda prentun 2017 áttunda prentun 2018 níunda prentun 2019 tíunda prentun 2020 ellefta prentun 2021 tólfta prentun 2023 þrettánda prentun 2024 fjórtánda prentun 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja
Til kennara, foreldra og annarra sem aðstoða nemendur Ritrúnarbækurnar eru þrjár og er þessi sú þriðja í röðinni. Í bókunum er fengist við byrjunaratriði í ritun, málfræði og stafsetningu fyrir 1.–4. bekk grunnskólans. Þeim er ætlað að hjálpa til við að ná hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla (2024) þar sem segir m.a.: Við lok 4. bekkjar getur nemandi: áttað sig á sköpunarmætti tungumálsins svo sem með því að ríma og fara í orðaleiki, áttað sig á mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða, skrifað ólíkar textategundir og skilið að hverjum texta er ætlað ákveðið hlutverk, raðað í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag. Ritrún 3 er síðasta Ritrúnarbókin og gerir mestar kröfur til nemenda um færni í ritun og lestri, leikni í að lesa í vísbendingar og sjálfstæði í vinnubrögðum. Málkennd og sjónminni eru enn í forgrunni við úrvinnslu verkefna en jafnframt eru kynntar nokkrar stafsetningarreglur og málfræðiatriði. Bókin hefst á umfjöllun um gildi lesturs og ritunar, fjallað er um stafrófið og stafrófsröð, sérhljóða og samhljóða, stóran og lítinn staf, grunnatriði í greinarmerkjasetningu, kyn og tölu orða, ng- og nkregluna, –n eða –nn í enda orða. Þá er vakin athygli nemenda á staðreyndaritun og hvernig nýta má hugarkort við ritun. Hér á eftir eru tilgreind almenn en mikilvæg atriði sem gagnlegt er að hafa í huga við kennsluna. • Í byrjun: Mikilvægt er að kennari fletti bókinni í heild með nemendum þegar þeir fá hana fyrst í hendur og veki þannig áhuga á viðfangsefnunum: Útskýri vísbendingar eins og stækkunargler, ský, uglu, bók og tölvu og geri þeim ljóst að orðin sem á að skrifa megi ávallt finna á viðkomandi blaðsíðu, oftast í skýi. • Innlögn: Brýnt er að ýta verkefnum úr vör með stuttri innlögn og umræðu áður en hafist er handa við lausn þeirra. Þankahríð og hugarkort um viðfangið geta verið gagnleg hjálpartæki. Þá kemur fram sameiginlegur orðaforði nemenda, mismunandi þekking þeirra og hvar þarf um að bæta. Gott tækifæri gefst jafnframt til að skoða saman orð, merkingu þeirra, hlutverk og stafsetningu. • Verkefni neðst á blaðsíðu: Á mörgum blaðsíðum eru verkefni sem miðað er við að nemendur leysi annaðhvort í eigin stílabækur eða í tölvu. Sjálfsagt er að nemendur sem vinna hratt leysi þessi verkefni en þeim má líka sleppa eða teikna mynd í stað þess að skrifa. • Orðalisti/orðabanki: Aftast í Ritrúnu 1 og 2 er listi í stafrófsröð yfir orðin sem koma fyrir í textum og verkefnum. Tilvalið er að nota þá á ýmsan hátt í stafrófsleiki og ritunarþrautir, þ.e. afrita og prenta út, stækka valin orð og búa til verkefni og spil. Dæmi: • Nemendur útbúa orðabækur eða orðasöfn, t.d. bók með mannanöfnum, dýraheitum, lista yfir hollan mat og óhollan, vetrarfatnað, snjó, orð sem notuð eru í ævintýrum, löng orð, stutt orð og svona mætti lengi telja. • Nemendur semja sögur með orðum í s-listanum, í r-listanum o.s.frv. • Valin orð eru prentuð út, sett á spjöld og notuð á ýmsan hátt, t.d. má veiða þau upp úr krukkum, nota þau í sögur eða til að ríma, velja sagnorð, leika þau og geta upp á. Orðalistarnir bjóða upp á ótæmandi möguleika til að leika sér með tungumálið og örva það á marga vegu. Á Læsisvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu má finna gagnlegar ábendingar og hugmyndir um ritun og orðaforða. • Matsblað: Æskilegt er að nemendur venji sig á að merkja við á matsblaði þegar þeir hafa lokið við blaðsíðu. Tilgangurinn er að þeir velti fyrir sér hvernig þeim hefur gengið og fái yfirsýn yfir hvernig þeim miðar áfram. • Ígrundun: Á blaðsíðu 40 í bókunum er yfirlit yfir helstu atriði hverrar bókar. Mikilvægt er að börnin átti sig á gildi upprifjunar og venjist strax á að ígrunda hvað þau hafa lært við yfirferð efnisins. • Samvinna: Æskilegt er að hvetja nemendur til að vinna saman, bera saman bækur sínar og aðstoða hver annan við lausn verkefna. • Stafrænt efni: Mikilvægt er að venja nemendur fljótt á að nýta sér tölvuna til að afla upplýsinga. Vefi sem tengjast viðfangsefnunum má finna á Krakkasíðum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Einnig má finna gagnvirkt efni á öðrum vefjum. • Handbækur: Nauðsynlegt er að hafa gott safn handbóka sem tengjast viðfangsefnunum hverju sinni. Sem dæmi má nefna bók um fugla, fiska, ævintýrabækur, vísnabækur, leikjabækur o.s.frv. • Samvinna við heimilin: Æskilegt er að kennarar kynni fyrir foreldrum hvernig fyrirhugað er að leggja efnið fyrir strax í upphafi, markmiðin með því og til hvers er ætlast af nemendum. Með ósk um gott gengi Kolbrún og Þóra
RITRÚN 3 40133 Ritrúnarbækurnar eru handa börnum á yngsta stigi grunnskólans. Bókunum er ætlað að mæta markmiðum í aðalnámskrá grunnskóla um að nemendur öðlist jákvætt viðhorf til móðurmálsins, kynnist byrjunaratriðum í málfræði og geti skrifað skýrt og læsilega við lok 4. námsárs. Ritrún 3 er síðasta heftið í röð þriggja hefta. Viðfangsefnin í bókinni eru miðuð við börn sem hafa náð nokkrum tökum á ritun og lestri. Í bókinni kynnast þau grunnatriðum í málfræði, greinar- merkjum og nokkrum stafsetningarreglum. Höfundar Ritrúnarbókanna eru Kolbrún Sigurðar- dóttir og Þóra Kristinsdóttir. Þær hafa báðar áralanga reynslu af kennslu, bæði í grunnskóla og við Kennaraháskóla Íslands, auk þess sem þær hafa samið fjölmargar námsbækur í íslensku fyrir grunnskóla. Teikningar eru eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=