Ritrún 2
Til kennarans, foreldra og annarra sem aðstoða nemendur Ritrúnarbækurnar eru þrjár og er þessi önnur í röð- inni. Í bókunum er fengist við byrjunaratriði í ritun, málfræði og stafsetningu fyrir 1.–4. árgang grunnskól- ans. Þeim er ætlað að hjálpa til við að ná markmiðum aðalnámskrár grunnskóla þar sem segir m.a. að við lok 4. námsárs skuli nemendur hafa öðlast jákvætt viðhorf til móðurmálsins, geta skrifað skýrt og læsilega, þekkja einfaldar stafsetningarreglur og hafa kynnst grunn- atriðum í málfræði. Bækurnar stigþyngjast. Ritrún 2 er einkum ætluð nemendum sem eru farnir að lesa sér til skilnings og nota vísbendingar sér til gagns. Sjónminni, kunnugleiki á efni og orðaforða eru enn í for- grunni og viðfangsefnin byggð á reynsluheimi nemenda. Áfram er lögð áhersla á að efla orðaforða þeirra og styrkja málkennd. Grunnatriði í málfræði eru kynnt og rædd, svo sem sér- og samnöfn, samheiti, andheiti og samsett orð. Einnig er fjallað um rím, samhengi í frásögn og hvernig nýta má orðalista við að semja frásögn. Hér á eftir eru tilgreind almenn en mikilvæg atriði sem gagnlegt er að hafa í huga við kennsluna. Þau gilda um allar bækurnar þrjár og eru byggð á námskrá mennta- málaráðuneytisins í íslensku frá 2007 (sjá bls. 5–14) og kennslufræði sem á við á yngsta stigi. • Í byrjun: Mikilvægt er að kennari fletti bókinni í heild með nemendum þegar þeir fá hana fyrst í hendur og veki þannig áhuga á viðfangsefnunum: Útskýri vísbendingar eins og stækkunargler, ský, uglu, bók og tölvu og geri þeim ljóst að orðin sem á að skrifa megi ávallt finna á viðkomandi blaðsíðu, oftast í skýi. • Innlögn: Brýnt er að ýta verkefnum úr vör með stuttri innlögn og umræðu áður en hafist er handa við lausn þeirra. Hugstormun og hugarkort um viðfangið geta verið gagnleg hjálpartæki. Þá kemur fram sameiginlegur orðaforði nemenda, mismun- andi þekking þeirra og hvar þarf um að bæta. Gott tækifæri gefst jafnframt til að skoða saman orð, merkingu þeirra, hlutverk og stafsetningu. • Verkefni neðst á blaðsíðu: Á mörgum blaðsíðum eru verkefni sem miðað er við að nemendur leysi annaðhvort í eigin stílabækur eða í tölvu. Sjálfsagt er að nemendur sem vinna hratt leysi þessi verkefni en þeim má líka sleppa eða teikna mynd í stað þess að skrifa. • Orðalisti/orðabanki: Aftast í Ritrún 1 og 2 er listi í stafrófsröð yfir orðin sem koma fyrir í textum og verkefnum. Orðalistana má einnig finna í stafrænu formi á veftorginu Íslenska á yngsta stigi /Bókalistar. Tilvalið er að nota þá á ýmsan hátt í stafrófsleiki og ritunarþrautir, þ.e. afrita og prenta út, stækka valin orð og búa til verkefni og spil. Dæmi: • Nemendur útbúa orðabækur eða orðasöfn, t.d. bók með mannanöfnum, dýraheitum, lista yfir hollan mat og óhollan, vetrarfatnað, snjó, orð sem notuð eru í ævintýrum, löng orð, stutt orð og svona mætti lengi telja. • Nemendur semja sögur með orðum í s-listanum, í r-listanum o.s.frv. • Valin orð eru prentuð út, sett á spjöld og notuð á ýmsan hátt, t.d. má veiða þau upp úr krukkum, nota þau í sögur eða til að ríma, velja sagnorð, leika þau og geta upp á. Orðalistarnir bjóða upp á ótæmandi möguleika til að leika sér með tungumálið og örva það á marga vegu. Á Læsisvef Menntamálastofnunar má finna gagnlegar ábendingar og hugmyndir um ritun og orðaforða. • Matsblað: Æskilegt er að nemendur venji sig á að merkja við á matsblaði þegar þeir hafa lokið við blaðsíðu. Tilgangurinn er að þeir velti fyrir sér hvernig þeim hefur gengið og fái yfirsýn yfir hvernig þeim miðar áfram. • Ígrundun: Á blaðsíðu 40 í bókunum er yfirlit yfir helstu atriði hverrar bókar. Mikilvægt er að börn- in átti sig á gildi upprifjunar og venjist strax á að ígrunda hvað þau hafa lært við yfirferð efnisins. • Samvinna: Æskilegt er að hvetja nemendur til að vinna saman, bera saman bækur sínar og aðstoða hver annan við lausn verkefna. • Stafrænt efni: Mikilvægt er að venja nemendur fljótt á að nýta sér tölvuna til að afla upplýsinga. Vefi sem tengjast viðfangsefnunum má finna á Krakkasíðum Námsgagnastofnunar. Einnig má finna gagnvirkt efni á öðrum vefjum. • Handbækur: Nauðsynlegt er að hafa gott safn handbóka sem tengjast viðfangsefnunum hverju sinni. Sem dæmi má nefna bók um fugla, fiska, æv- intýrabækur, vísnabækur, leikjabækur o.s.frv. • Samvinna við heimilin: Æskilegt er að kennarar kynni fyrir foreldrum hvernig fyrirhugað er að leggja efnið fyrir strax í upphafi, markmiðin með því og til hvers er ætlast af nemendum. Með ósk um gott gengi Kolbrún og Þóra
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=