Ritrún 2

Kæri nemandi! Nú hefur þú lokið við þessa bók. Hvað hefur þú lært? Flettu bókinni hægt og rólega og rifjaðu það upp. Lestu svo spurningarnar hér að neðan og athugaðu hvort þú getur svarað þeim. • Þú lærðir orð yfir fólk í fjölskyldunni. Hvaða orð manstu? • Þú lærðir ýmis orð um líkamann. Rifjaðu þau upp. • Rifjaðu upp orð sem við notum yfir bragð og lykt. • Hvaða orð getur þú notað þegar þér líður vel eða illa? • Hvaða orð eru lýsingarorð? Nefndu nokkur. • Hvaða orð eru sagnorð? Nefndu nokkur. • Þú lærðir ýmis orð um eldhúsið og heimilið. Reyndu að muna 10 orð. • Rifjaðu upp allt sem þú manst um árið og árstíðirnar. • Rifjaðu líka upp allt sem þú manst um mánuðina. • Af hverju eru sum orð kölluð samsett orð? • Getur þú nefnt nokkur andheiti? En samheiti? • Nefndu nokkur rímorð. Þú lærðir um þau á blaðsíðu 28.  Ritrún 2 ISBN 978-9979-0-2185-8 Bókin var fyrst gefin út árið 1986 undir heitinu Litla Ritrún með teikningum eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Bókin var endurprentuð til ársins 2009. Þessi nýja útgáfa hefur verið endurskoðuð með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnum hefur verið bætt við og teikningar eru nýjar. © 2010 Kolbrún Sigurðardóttir og Þóra Kristinsdóttir © 2010 teikningar Inga María Brynjarsdóttir Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir Útlit og umbrot: Námsgagnastofnun 1. útgáfa 2010 önnur prentun 2010 þriðja prentun 2012 fjórða prentun 2013 fimmta prentun 2014 sjötta prentun 2016 sjöunda prentun 2017 áttunda prentun 2017 Menntamálastofnun Kópavogi Prentvinnsla: Litróf ehf. umhverfisvottuð prentsmiðja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=