Ritrún 2
1 Kæri nemandi! Í þessari bók lærir þú að skoða og skrifa ýmis orð eins og • nöfn á fólki • orð um heimilið • orð yfir líkamsheiti • orð um skilningarvit og tilfinningar • orð um árið og árstíðir • orð um mánuði og vikur • samheiti og andheiti Í bókinni eru líka verkefni þar sem þú átt að semja sögur og svo eru þrautir og lestrarspil til að spreyta sig á. Mundu að krossa við á matsblaði þegar þú hefur lokið við blaðsíðu. Í bókinni eru tákn sem þú þarft að vita hvað merkja. Fyrimælin eru í reitnum með stækkunarglerinu. Mundu að lesa þau vel. Í skýinu finnur þú orð sem þú notar til að leysa verkefnið. Uglan segir þér ýmislegt sem gott er að leggja á minnið. Bókin merkir að þú átt að skrifa í stílabók. Skemmtu þér vel og æfðu þig um leið í að skrifa orð! ◆ ◆ ◆
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=