Ritrún 1

1 Kæri nemandi! Í þessari bók lærir þú: • um bókstafi og hljóð • að raða bókstöfum til að búa til orð. Þú lærir líka heiti • á fuglum, fiskum, öðrum dýrum og ýmsum hlutum í skólanum. Síðast en ekki síst lærir þú orð sem oft eru notuð í ævintýrum og færð tækifæri til að búa til ævintýri. Mundu að krossa við á matsblaðið þegar þú hefur lokið við hverja blaðsíðu. Í bókinni eru tákn sem þú þarft að vita hvað merkja. Fyrimælin eru í reitnum með stækkunarglerinu. Mundu að lesa þau vel. Í skýinu finnur þú orð sem þú notar til að leysa verkefnið. Uglan segir þér ýmislegt sem gott er að leggja á minnið. Bókin merkir að þú átt að skrifa í stílabók. Tölvan minnir á skemmtilega og fróðlega vefi sem þú getur skoðað. Krakkavefir eru á mms.is Skemmtu þér vel og æfðu þig um leið í að skrifa orð! ◆ ◆ ◆ ◆

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=