RISAstórar smáSögur 2025

97 Ástrós tók eftir því að einhver sat í sætinu við hliðina á henni. Þetta var stelpa sem hún hafði ekki séð áður. Þetta hlaut að vera nýi nemandinn sem Alexandra kennari talaði um í síðustu viku. Ástrós fékk sér sæti hjá nýju stelpunni og spurði hana hvað hún héti. Hún sagðist heita Aníta. Aníta spurði hana hvað hún héti. „Ég heiti Ástrós,“ sagði hún. Skólabjallan hringdi og nýju vinkonurnar gengu saman út í frímínútur. Þá komu Aron og Sammi, leiðinlegu strákarnir í bekknum sem að stríddu Ástrós fyrir að vera með stórt ör sem hún fæddist með. Þeir löbbuðu að stelpunum og hrintu Ástrós. Aníta hjálpaði Ástrós á fætur og strákarnir löbbuðu í burtu. „Hverjir eru þetta?“ spurði Aníta. „Þetta eru leiðinlegu strákarnir Aron og Sammi,“ svaraði Ástrós. „Af hverju ýttu þeir þér?“ spurði Aníta. „Af því að ég er með þetta ör,“ sagði Ástrós niðurlút og benti á stóra örið á kinninni. „Það er galið að stríða þér fyrir eitthvað sem þú ræður ekkert yfir!“ hrópaði Aníta. „Já, en eigum við að róla?“ spurði Ástrós. „Já,“ svaraði Aníta. „Ég þarf að segja þér smá leyndarmál sem er ástæðan fyrir því að ég er fótbrotin,“ sagði Ástrós. „Já, ég lofa að segja engum,“ svaraði Aníta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=