96 Pabbi hélt á Ástrós inn í bílinn og þau brunuðu á bráðamóttökuna. Þar sagði læknirinn að líklegast væri hún brotin. Læknirinn setti hana í gifs og lánaði henni hækjur. Ástrós fór heim og beint í bólið því hún var dauðþreytt. Næsta morgun vakti mamma hennar hana og sagði henni að græja sig og skólatöskuna. Ástrós stundi, hún hataði skólann, aðallega vegna þess að henni var alltaf strítt fyrir að vera með stórt ör í andlitinu. Ástrós græjaði sig og töskuna, kvaddi f oreldra sína og fór út í bíl. Það var kalt þennan nóvembermorgun. Mamma hennar bauðst til að halda á töskunni fyrir hana inn en Ástrós vildi gera það sjálf. Ástrós stoppaði fyrir utan skólann, hana langaði ekki inn. Hún vildi ekki að allir sæju hana skröltandi á hækjunum því þá myndu enn fleiri glápa á hana en vanalega. En þá mundi hún eftir nýja ofurkraftinum sínum og hún smellti fingrum og haltraði á hækjunum inn í skólann. Hún ákvað að fara á bókasafnið til að fá frið og smellti fingrum aftur og allt fór aftur í gang. Ástrós valdi sér bók um galdra til að kanna hvort hún fyndi eitthvað sem gæti útskýrt af hverju hún gat stöðvað tímann. Ástrós skoðaði bókina en fann ekkert sem kom henni að gagni. Hún andvarpaði og lokaði bókinni, smellti fingrunum og gekk inn í skólastofuna. Hún affrysti svo tímann og Alexandra, kennarinn hennar, bað hana að setjast niður og byrja að læra.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=