95 frosið. Það sem hún sá fékk hana til að hlæja. Í þvottahúsinu var skíðabúnaðurinn þeirra geymdur og Skotta hafði einhvern veginn sett á sig skíðagleraugun hans pabba og var að reyna að taka þau af sér. Ástrós hjálpaði Skottu að taka þau af sér og var steinhissa að hún væri ekki líka frosin. Þær gengu saman fram og inn í herbergi Ása bróður og hann lá eins og skata ofan á skóladótinu sínu. Hann hafði greinilega verið að læra í gærkvöldi og sofnað við lærdóminn. Hún gekk aftur til mömmu sinnar og fór að reyna að vekja hana. Hún byrjaði á því að klappa en það virkaði ekki. Þá fór hún að stappa og loks þegar hún smellti fingrum hrökk allt í gang. Mömmu dauðbrá við það að sjá dóttur sína svona standandi yfir sér. Og hrópaði upp yfir sig. Ástrós dauðbrá við ópin í mömmu sinni og datt aftur fyrir sig. Í smástund leið henni eins og tíminn hefði stöðvast en hann gerði það pottþétt ekki af því að Ástrós smellti ekki fingrum. Ástrós stóð upp og fann dúndrandi verk í fætinum og féll aftur á gólfið. Hún gat ekki stigið í fótinn og sá í gegnum tárin að mamma hennar kom og kraup hjá henni og var eitthvað að reyna að tala við hana en Ástrós heyrði ekkert vegna sársaukans í fætinum. Pabbi hennar var nú líka kominn á gólfið. Hann skoðaði fótinn í drykklanga stund og sagði svo: „Ég get farið með hana upp á bráðamóttökuna á meðan þú passar Ása og hundinn.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=