94 1. KAFLI Ástrós stirðnaði upp og hún fann kuldahrollinn læðast upp eftir líkamanum þegar hún horfði yfir stofuna. TÍMINN VAR FROSINN! Ástrós gekk að mömmu sinni sem hafði verið að brjóta saman þvott en sat nú grafkyrr og sagði ekki orð. Því næst gekk hún að pabba sínum sem sat við hliðina á mömmu í sófanum að horfa á handboltaleik. Hann hafði verið í miðju fagnaðaröskri þegar tíminn fraus. Ástrós ákvað að fara út til þess að sjá hvort að tíminn hefði frosið annars staðar en heima hjá henni og henni leið eins og einhver væri að horfa á hana en það gat þó varla verið. Hún hafði rétt fyrir sér – allt virtist vera frosið svo að hún ákvað að fara aftur heim og reyna að sofna og vona að þetta væri bara vondur draumur. Þegar hún kom heim heyrði hún gelt innan úr þvottahúsinu. Ástrós gekk inn í þvottahúsið og sá að ekki var allt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=