93 Tíminn Rakel Harpa Magnúsdóttir, 12 ára FORMÁLI Ástrós skemmti sér konunglega í 20 ára afmælinu hans Gumma frænda. Hann hafði fengið nýjan bíl og slatta af peningum í afmælisgjöf. Hún gat ekki beðið eftir að verða tvítug ef það þýddi að maður fengi svona mikið af gjöfum, en hún þyrfti að bíða lengi eftir því þar sem hún var bara 11 ára. Ástrós hafði borðað allt of mikið nammi og drukkið allt of mikið kók og hugsaði með sér að hún myndi aldrei sofna eftir allan þennan sykur. Hún beygði sig niður og tók Skottu, cavalier tíkina þeirra, upp og gekk með hana inn til sín. Síðan settist hún á rúmgaflinn með Skottu í fanginu og byrjaði að lesa í uppáhaldsbókinni sinni. Hún las alveg þar til pabbi hennar kom inn til hennar og sagði: „Jæja, Ástrós mín nú þarft þú að leggja bókina frá þér og fara að sofa.“ Ástrós lagði frá sér bókina og burstaði tennurnar, þvoði sér í framan, fór í náttföt og bauð góða nótt. Síðan sofnaði hún … eða hún náði bara alls ekki að sofna. Hún fann að henni var ískalt á tánum og fór fram til að ná í ullarsokkana sína. Hún steig úr rúminu og gekk fram og sá að eitthvað var öðruvísi en áður. Fyrst fattaði hún ekki hvað það var en síðan sá hún það …
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=