92 keppa í hlaupi en þær voru það bara alls ekki. Þær voru að elta tvær 11 ára stelpur að húsunum þeirra. Harpa hljóp inn í húsið sitt og læsti. Nú var Salka ein með mömmunum. Það bættust stöðugt við fleiri mömmur og Salka var viss um að þær væru fleiri en tíu þúsund. Hjartað sló hratt og hún var dauðþreytt. Salka sá húsið sitt, hana vantaði bara nokkra metra. Hún reif upp dyrnar á húsinu og stökk inn, skellti á eftir sér og hljóp að glugganum. Mömmurnar stóðu fyrir utan og störðu skælbrosandi inn um gluggann. Þær litu á hurðina, enn þá brosandi og hófu að henda sér á hana aftur og aftur. Þetta minnti helst á hryllingsmynd. Salka sá að hurðin myndi bresta. Hún sá líka að það höfðu meira en þúsund mömmur bæst í hópinn. Salka vissi að hún myndi ekki lifa þetta af. Allt í einu brast hurðin og mömmurnar flæddu inn! Salka vaknaði. Þetta hafði bara verið draumur. Hún var svolítið þyrst en hún var of þreytt til að fara fram úr. Skömmu síðar sofnaði hún aftur. Ef hún hefði farið fram úr, opnað hurðina og farið fram, hefði hún séð mömmu sína, skælbrosandi á ganginum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=