RISAstórar smáSögur 2025

91 „Jú, en hins vegar brosa þær venjulega ekki svona,“ svaraði Eldey. Stelpurnar voru allar sammála því að það væri eitthvað skrítið við mömmurnar og þær drifu sig í ísbúðina. Þegar þær komu þangað tók Salka eftir því að inni í ísbúðinni voru bara konur og þær voru allar mömmur bekkjarfélaga þeirra. Þegar þær ætluðu að panta tóku þær eftir því að konurnar í afgreiðslunni voru mömmur þeirra og þær voru ENN ÞÁ skælbrosandi. Brosin voru jafn óþægileg, jafnvel enn óþægilegri. Það var eitthvað við mömmurnar sem vakti ónotatilfinningu í maganum á Sölku, hún vissi að ekki allt var með felldu. „Hvernig komust þær hingað svona fljótt?“ spurði Harpa æst. „Ég veit ekki en ég ætla að hlaupa heim og læsa dyrunum og ekki koma út fyrr en eftir viku!“ hrópaði Guðbjörg. Stelpunum leist MJÖG vel á hugmyndina og ákváðu að gera það sama. Harpa og Salka ætluðu að hlaupa saman heim úr því að þær bjuggu við sömu götu og allt gekk vel þangað til þær hlupu fyrir horn og snarstönsuðu. Örugglega fleiri en þúsund mömmur stóðu á götunni og störðu brosandi á þær. Stelpurnar hlupu. Þær hlupu hraðar en þær höfðu nokkurn tímann hlaupið áður, en sama hversu hratt þær fóru voru mömmurnar við hliðina á þeim. Mömmurnar hefðu örugglega getað sett nýtt heimsmet í sprettum ef þær hefðu verið að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=