RISAstórar smáSögur 2025

90 Stelpurnar lituðust um og fljótlega komu þær auga á sökudólginn – eða réttara sagt sökudólgana. Þetta voru mömmur þeirra beggja og þær stóðu skælbrosandi og störðu á stelpurnar. Þetta voru ekki falleg bros. Mömmurnar líktust einhverju úr hryllingsmynd, augun voru galopin og þetta voru ekki glaðleg og smitandi bros heldur ógnandi. Salka og Harpa beygðu fyrir næsta horn þannig að þær sáu ekki mömmurnar lengur. Þær voru báðar sammála um að þetta væri dálítið skrítið en þær ákváðu að drífa sig og reyna að gleyma þessu atviki. Þegar stelpurnar komu á fótboltavöllinn voru allir hinir komnir nema Dagur. Þarna voru Ása, Eldey, Sólhildur og Guðbjörg. „Hvar er Dagur?“ spurði Harpa. „Hann hætti við um leið og hann frétti að það kæmu bara stelpur,“ svaraði Guðbjörg. „Týpískur Dagur,“ sagði Eldey og allir fóru að hlæja. Stelpurnar spiluðu fótbolta í svolítinn tíma en svo ákváðu þær að fara og fá sér ís. Á leiðinni í ísbúðina tók Salka eftir sjö konum sem störðu á hana og vinkonur hennar. Við nánari athugun sá Salka að þetta voru mömmur þeirra. „Stelpur! Eru þetta ekki mömmur okkar?“ spurði Salka. „En þær eru sjö!“ sagði Sólhildur. „Eldey á tvær mömmur, er það ekki?“ spurði Ása.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=