89 Mömmurnar Úlfhildur María Eldjárn, 11 ára Sölku fannst hún vera afskaplega venjuleg stelpa. Hún var nýorðin 11 ára og það var ekkert óvenjulegt við líf hennar. Hún æfði körfubolta, spilaði á þverflautu og hún elskaði mömmu sína. Einn dag, nánar tiltekið laugardaginn 27. september, ákvað Salka að hringja í vinkonur sínar og spyrja hvort þær vildu leika. Hún hringdi fyrst í Hörpu, bestu vinkonu sína. Þær spjölluðu smá en ákváðu svo að hringja í fleiri krakka og gá hvort einhver vildi koma út í fótbolta. Það svöruðu bara nokkrir, enda var löng helgi, það hafði verið frí á fimmtudag og föstudag og margir voru í sumarbústöðum eða bara með fjölskyldu sinni. Flestir sem svöruðu voru til í að koma og þegar stelpurnar höfðu hringt í alla var kominn sjö manna hópur. Salka og Harpa urðu samferða vegna þess að þær bjuggu við sömu götu. Salka skellti sér í úlpu og skó, kvaddi mömmu sína og lagði af stað. Þegar stelpurnar voru rúmlega hálfnaðar, varð Salka óróleg. „Hei, Harpa, finnst þér ekki eins og einhver sé að fylgjast með okkur?“ spurði Salka. „Jú, mér finnst það svolítið,“ svaraði Harpa.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=