7 Jólakötturinn mótmælir Bríet Lovísa Þórðardóttir, 9 ára Jólin 2024 eru að nálgast. Flestir í Reykjavík hafa skreytt húsin sín og allir eru farnir að hlakka til jólanna. Þó svo að flestir haldi í sínar jólahefðir þá er einn sem þarf nú að breyta sínum hefðum. Það stendur nefnilega til að opna nýja barnafataverslun í Smáralindinni rétt fyrir jólin og jólakötturinn er sko ekki ánægður með það. Hann hefur þess vegna ákveðið að halda mótmæli á opnunardeginum og hefur notað síðustu daga í það að reyna að fá fólk til að mæta. Hann vill alls ekki að flest börn séu í nýjum fötum um jólin, því þá fara engin börn í jólaköttinn og hann fær ekki uppáhaldsmatinn sinn. En það gengur mjög erfiðlega að fá fólk til að mæta. Hann hleypur um alla Smáralindina hvæsandi á fólk: „Við verðum að stoppa þetta.“ En fólkið hlustar ekkert á hann. Hann mætir þremur gömlum konum: „Hvaða æsingur er þetta í þér kisi?“ segir ein þeirra. „Þessi nýja barnafatabúð, það verður að stoppa þessa opnun. Það er komið nóg af búðum sem selja barnaföt hér á Íslandi,“ svarar kötturinn. „Nei, nei, kallinn minn. Þetta er ekki eins og í gamla daga. Núna eru breyttir tímar,“ segir önnur. Smásaga ársins í flokki 2025 6 til 9 ára
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=