87 4. KAFLI – HEIMFERÐ Um kvöldmatarleytið ákváðu Jóhanna og Júlíus að drífa sig aftur heim, áður en mamma og pabbi myndu fara að hafa áhyggjur. Krakkarnir fylgdu þeim að fjósinu þar sem tímavélin beið eftir þeim. Júlíus og Jóhanna sneru ártalinu og stilltu það á árið 2024. Um leið og þau ýttu á takkann vinkuðu þau krökkunum bless og hurfu samstundis heim á ný. Þegar þau voru komin heim settust þau í sófann og töluðu um hvað dagurinn hefði verið ótrúlega skemmtilegur. Jóhanna sagði allt í einu: „Kannski hefur Amma Sigga gefið okkur þessa tímavél til að senda okkur til ársins 1993 svo að við gætum fylgst með krökkunum leika sér við hvert annað í útileikjum svo við myndum hætta að hanga alltaf í símanum.“ Þar með ákváðu þau að hætta að vera svona mikið í símanum og leika frekar við vini og fjölskyldu. Eftir þetta fékk Júlíus aldrei aftur kartöflu í skóinn … að minnsta kosti ekki fyrir að stelast í skjátíma.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=