86 og skemmta sér saman. Jómbi spurði þá: „Hvað gerið þið eiginlega með vinum ykkar árið 2024?“ Júlíus svaraði og sagði: „Sko, við erum oftast bara inni í tölvunni eða símanum.“ Krakkarnir urðu mjög hissa og Anna spurði: „Bíddu eruð þið bara alltaf hangandi inni að tala í símann, er það ekki svolítið leiðinlegt?“ „Þið eruð að misskilja svolítið. Árið 2024 er hægt að nota síma sem leiktæki, það er hægt að taka myndir, spila tölvuleiki, senda skilaboð og horfa á myndbönd. Flestir krakkar hanga bara inni í símanum alla daga, meðal annars við,“ svaraði Jóhanna. „Vá, en leiðinlegt líf,“ sagði Arnþór. Þá stakk Jómbi upp á að þau myndu sýna þeim hvernig krakkar skemmta sér saman árið 1993. Jóhönnu og Júlíusi fannst þetta geggjuð hugmynd. Þegar krakkarnir voru búnir með tertuna tók Jómbi á rás að útidyrunum og krakkarnir eltu öll. Jómbi kallaði: „Eltingaleikur uppá Álfahól, Anna er hann.“ Krakkarnir hlupu upp á Álfahól og Jóhanna og Júlíus eltu. Þegar eltingaleikurinn var búinn settust krakkarnir öll í hring, móð og másandi og fóru að tala saman. Síðan lagðist Anna í grasið og sagði: „Hei, þetta ský er eins og höfrungur.“ Krakkarnir lögðust þá öll í grasið og fóru í skýjaleik og bjuggu til sögur um skýin sem þau sáu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=