RISAstórar smáSögur 2025

85 3. KAFLI – ÞVOTTAVÉLAR EN EKKI GSM-SÍMAR Þau eltu krakkana heim til Jómba og þegar þau komu heim til hans þurfti Jóhanna að pissa. Hún spurði Jómba: „Hvar er eiginlega klósettið?“ Jómbi fylgdi henni að klósettinu og benti til hægri og sagði: „Bara hérna inni.“ Jóhanna gekk inn og kom auga á þvottavél á móti klósettinu. Hún muldraði við sjálfa sig: „Þvottavélar voru til árið 1993 en ekki GSM-símar, þetta er eitthvað skrítið.“ Þegar hún kom aftur fram sátu krakkarnir í eldhúsinu að borða rjómatertu. Jóhanna leit á Júlíus sem nikkaði í átt að konu sem stóð og var að vaska upp. Jóhanna horfði á Júlíus með spurningarmerki í augunum og skildi ekki hvað var í gangi. Hún settist niður og ákvað að fá sér ekki rjómatertu af því henni finnst þær ekki góðar (nema rjómaterturnar hennar ömmu Siggu). Konan sem var að vaska upp gekk nú í átt að borðinu, horfði á Jóhönnu, smellti fingrum og sagði hressum rómi: „Ætlar þú ekki að fá þér rjómatertu, elsku stúlka?“ Alveg eins og amma Sigga sagði alltaf. Jóhanna leit á konuna og svo á Júlíus og þau föttuðu bæði að þetta væri amma þeirra og að Jómbi væri þá pabbi þeirra þegar hann var lítill. Amma Sigga gekk fram í stofu og skildi krakkana eina eftir í eldhúsinu. Júlíus spurði krakkana hvað hægt sé að gera þegar engir GSM-símar eru til. Krakkarnir svöruðu og sögðu að þau séu alltaf bara úti að leika, gera dyraat, fara í sund

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=