83 að Júlíusi: „Finnst þér hann ekki svolítið kunnuglegur?“ „Jú, það finnst mér,“ svaraði Júlíus. Jóhanna og Júlíus heilsuðu krökkunum og spurðu fremsta drenginn, þennan kunnuglega, hvað hann héti. Strákurinn svaraði og sagðist heita Jón en að allir vinir hans kölluðu hann Jómba. Júlíus dró Jóhönnu að sér og hvíslaði að henni: „Þú veist að pabbi er alltaf kallaður Jómbi af vinum sínum, er það ekki svolítið sérstakt?“ Jóhanna var alveg sammála. „Hei, krakkar, eruð þið nokkuð með síma sem við getum fengið að hringja úr?“ spurði Jóhanna. Krakkarnir litu á þau hissa á svip og sögðu: „Síma? Það er ekkert hægt að ganga með síma úti.“ Júlíus hvíslaði að Jóhönnu og sagði: „Pabbi hefur oft talað um að það voru bara til heimasímar þegar hann var lítill.“ „Hvaða ár er eiginlega?“ spurði Jóhanna krakkana. „Veistu það ekki, það er árið 1993 auðvitað,“ svöruðu allir krakkarnir. Júlíus og Jóhanna snéru sér hvort að öðru undrandi á svip og sögðu: „Ó nei, tímavélin hefur flutt okkur til ársins 1993 og þessi kunnuglegi strákur hlýtur að vera pabbi þegar hann var lítill!“ „Hei krakkar, ég og Júlíus, erum úr framtíðinni en í morgun var Júlíus svo æstur í að opna einn jólapakkann að hann reif upp pakka og í honum leyndist tímavél. Svo fór Júlíus
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=