81 Árið 1993 Höfundur: Berglind Svana Helgadóttir, 10 ára Teikningar: Benjamín Aron Árnason, 12 ára 1. KAFLI – TÍMAVÉLIN Á Þorláksmessumorgun í Grafarvogi vöknuðu spenntir tvíburar að nafni Júlíus og Jóhanna. Þau voru 9 ára gömul. Júlíus og Jóhanna kíktu í skóinn sinn til að athuga hvort jólasveinninn hefði ekki mætt í nótt. Jóhanna fékk 500 kr. og litabók en Júlíus fékk kartöflu. Júlíus rauk fram í eldhús og grýtti kartöflunni í ruslið. Hann var ekki ánægður með þetta því þetta var ekki fyrsta kartaflan, ekki önnur heldur sú þriðja sem hann hafði fengið. Júlíus hafði nefnilega ekki hagað sér vel alla daga í desember. Hann hafði ekki hlustað á foreldra sína þegar þeir sögðu að hann mætti ekki vera í símanum eða skjá. Hann var nefnilega alltaf að stelast í símann sinn þegar hann mátti það ekki. Jóhanna gekk fram til Júlíusar og faðmaði hann að sér og hvíslaði í eyrað á honum: „Eigum við að fá okkur að borða?“ Júlíus faðmaði hana á móti en sagði ekkert. Hann sótti sér skál og skeið og þau fengu sér kornflex. Júlíus var orðinn þreyttur á öllum kartöflunum og ákvað að stelast til að opna einn jólapakkann undir trénu. Jóhanna varaði hann við en Júlíus hlustaði ekki á hana og gekk að stærsta pakkanum sem lá flatur undir jólatrénu sem stóð á
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=