79 FLEIRI GLERUNGSGALLAR OG MEIRA KELERÍ Þegar þessi viðgerð er loksins búin og ég aftur komin með fulla meðvitund stendur tannsi brosandi yfir mér. „Þá megið þið fara!“ segir tannsi glaðlega. Síðan kyssast þau Hanna innilega yfir höfðinu á mér. Ég verð að segja eitt. Mér finnst bara frekar ófaglegt og ógeðslegt að kela beint fyrir ofan hausinn á sjúklingum sínum, en kannski er það bara mín skoðun. Þegar við mamma erum komnar langleiðina út hræðilega langa ganginn frá tannsa kemur Hanna móð og másandi á eftir okkur og segir við mömmu að ég eigi að koma aftur eftir tvær vikur því ég sé með tvo glerungsgalla í viðbót. Hún segir milljón sinnum við mömmu að pabbi megi alveg koma með mér næst, hún hafi aldrei hitt hann. Mamma lítur helst út eins og hún sé næstum því að fara að gráta við þessar fréttir og svarar eymdarlega: „Já, ókei.“ Svo flýtum við okkur út í bíl. Ég grátbið mömmu alla leiðina heim um verðlaun en mamma haggast ekki. „Verðlaunin þín eru að vera með fínar og heilbrigðar tennur,“ segir hún en hugsar sig síðan um í smá stund. „Já og að skipta um tannlækni eftir þessa ömurlegu ferð.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=