RISAstórar smáSögur 2025

78 „Ekkert mál ástarpungurinn minn. En viltu ekki fara að eiga við þennan klikkhaus?“ segir hún og hvíslar þetta síðasta. Tannsi játar hálfskömmustulega og biður mömmu, sem stendur enn þá öll sperrt á miðju gólfinu, um að setjast niður. Mamma flýtir sér að setjast, enda þarf hún að halda titlinum allraauppáhaldstannmeistaraburstari tannsa gamla. Svo snýr hann sér að mér og spyr hvort ég elski ekki glaðloftið. Áður en ég næ að svara blákalt NEI, þetta glaðloft er sko nefnilega algjör hörmung, (sem er reyndar gott því þá er ég ekki eins og blindfull), flýtir mamma sér að hrópa: „Já, mér fannst þetta svo sannarlega róa taugarnar.“ Svo bætir hún reiðilega við: „Þann stutta tíma sem ég var með það,“ og gefur Hönnu hvasst augnaráð. Tannsi gamli horfir vandræðalega á mömmu og spyr mig hvernig mér finnist það. Ég svara frekar gremjulega að mér finnist það hræðilegt. Tannsi horfir frekar hissa á mig en Hanna svarar: „Jaaá, það er frekar sjaldgæft dæmi.“ Mamma blaðrar þá eitthvað um að ég hljóti að hafa erft það frá pabba. Ég er orðin frekar dofin og nær dauða en lífi þegar hér er komið við sögu. Ég næ ekki miklu úr þessari glerungsgallaviðgerð. En get þó sagt að það er mikið af kossum, dúllubossatali og margt fleira óviðeigandi sem á sér stað á milli tannsa og Hönnu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=