RISAstórar smáSögur 2025

77 henni (eða hún heldur að hún sé að grínast með henni, hún veit ekki að mömmu er full alvara). Hún lætur eins og hún sé enn þá með unglingaveikina. Mömmu líst greinilega ekkert á þetta „kannski á eftir.“ „Er ekki bara betra núna?“ flýtir hún sér að segja og áður en nokkur getur svarað flýtir hún sér að rífa súrefnisgrímuna sem er tengd við glaðloftið af Hönnu og skellir henni á sig. Hún nær að anda að sér þessu lofti kannski um það bil einu sinni áður en Hanna rífur grímuna af henni og byrjar að skamma mömmu eina ferðina enn. Nú er Hönnu greinilega aftur hætt að líka við mömmu. Ég er satt að segja farin að halda að ég og tannsi séum þau einu hérna inni sem látum í alvöru eins og fullorðið fólk (og ég er meira að segja enn þá krakki!). Hanna lætur eins og unglingur með slæm einkenni af unglingaveikinni og mamma eins og lítill smákrakki. Ég held að hún sé ekki alveg búin að fá nægan svefn fyrir tannáhyggjum. Eða þegar ég hugsa út í það þá fær tannsi mínus stig fyrir Spider-Man hettuna sem hann er með á hausnum. Hanna er greinilega dauðhrædd um að mamma rífi glaðloftið aftur af sér og flýtir sér að skella grímunni beint á nefið á mér. Tannsi gamli er búinn að standa skringilega lengi klemmdur úti í horni þegjandi. Hann þakkar Hönnu (eða „dúllubossanum sínum“ eins og hann kallar hana) fyrir að redda málunum. Hanna horfir ástúðlega á tannsa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=