74 Sunna sýndi mömmu hann og núna er hún komin með æði fyrir honum. Þegar við erum búnar að vera heillengi að bíða, og mamma búin að vera skuggalega lengi í leiknum, kemur loksins einhver kona í læknagalla (en þetta er örugglega tannlæknagalli) og kallar nafnið mitt hræðilega hátt svo það fari alveg örugglega ekki fram hjá neinum að ég eigi tíma hérna á þessari sekúndu. Mamma stekkur á fætur með mig í eftirdragi. Mamma er, held ég, aðeins of mikið að flýta sér til að veita því eftirtekt að sá sem kallaði á okkur var alls ekki tannsi heldur einhver kona. Þegar hún lítur á hana móð og másandi kemur skelfingarsvipur á mömmu og hún spyr dauðskelkuð hvort tannsi sé ekki alveg örugglega að vinna. Konan horfir hálfhissa á mömmu en flýtir sér að svara að „litli ástarpungurinn“ hennar, eins og hún kallar hann, sé að vinna og kynnir sig svo sem Hönnu, aðstoðarkonu tannsa. Mér líst strax ekki alveg nógu vel á þessa Hönnu. Hver kallar eiginlega vinnufélaga sinn ástarpung? Svo leiðir hún okkur inn á tannlæknastofuna. GLAÐLOFT, KELERÍ OG FLEIRA SVIPAÐ HRÆÐILEGT Mér finnst ótrúlegt hvað tannlæknastofur geta verið langt í burtu frá biðstofunni. Kannski virkar tíminn enn þá lengur að líða því mamma er allan tímann að fræða þessa Hönnu
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=