73 glerungsgallamáli, sem hún getur ekki varist því mamma er nefnilega búin að setja okkur systurnar í mjög strangt nammieftirlit svo hvorug okkar fái alveg örugglega ekki skemmd í ofanálag. Þá sagði hún öllum vinkonum sínum frá þessu og viti menn, Stína vinkona hennar var víst með einn slíkan. Sunna sagði mér að hann hefði verið svo slæmur að það hafi þurft að rífa tönnina úr og síðan þá er hún með gulltönn eins og bandbrjálaður sjóræningi. Ég er samt ekki svo viss um að þetta sé alveg satt því Sunna ýkir hlutina mjög mikið og ég hef ekki tekið eftir þessari gulltönn Stínu. Ég er líka farin að halda að mamma sé bara kvíðnari en ég ef eitthvað er en ég veit það svo sem ekki. Núna er mamma allavega eitthvað bablandi um það hversu hrikalega seinar við erum. Það er reyndar eitthvað til í því. Ég var kannski ekki alveg sú allra duglegasta að vakna en ég fékk líka hræðilega lítinn svefn. Ég gat ekki sofnað út af gulltannaáhyggjum. Og þegar ég var loksins sofnuð þurfti pabbi endilega að vekja mig með krónísku hrotunum sínum. En það eru þó alveg heilar 10 mínútur í tímann og við alveg að koma. Þegar við erum loksins komnar á biðstofuna þarf mamma endilega að byrja að spila apaleikinn. Ef þú ert að spá í hvað apaleikurinn er eiginlega er það einhver tölvuleikur sem Sunna og flestar vinkonur hennar eru alltaf að spila. Ég er ekki sérstaklega fróð um tölvuleiki en ég held að hann virki nokkurn veginn þannig að þú ert einhver api sem rekur búð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=