RISAstórar smáSögur 2025

72 vel upp á tennur barnanna sinna.“ Þegar mamma greip fram í fyrir honum og fór að grobba sig, heyrði ég hann hvísla afar lágt: „ … og monta sig svona mikið af því.“ En allavega já, áfram með smjörið (þó ég hati smjör, ég segi bara svona). Ég er núna komin með glerungsgalla, hvað sem það nú þýðir. Mamma er samt, held ég, í aðeins meira áfalli en ég því núna getur hún ekki lengur montað sig af því að ég sé með svo fullkomnar tennur og að það sé henni einni að þakka. Hún hefur samt enn þá Sunnu, litlu systur mína. Ég er samt ekki viss um að tennurnar hennar verði fullkomnar mikið lengur því pabbi tekur hana óeðlilega oft með sér í ísbúð. En við skulum snúa okkur aftur að mér. Það létti töluvert á taugunum hennar mömmu (eða mjög mikið) þegar tannsi brýndi fyrir henni, eftir að hún féll næstum í yfirlið, að glerungsgalli tengdist ekki vitundarögn hversu vel tennurnar eru hirtar og það sé bara engin ákveðin skýring á því af hverju hann kemur. Samt hefur mamma ótakmarkaða trú á því að hann sé ættgengur og ég hafi erft hann frá pabba. Mamma segir nefnilega að það sé allt að í fjölskyldunni hans pabba (og auðvitað allt svo fullkomið í hennar). Tannsi sagði okkur að koma eftir tvær vikur og núna er sá hryllingsdagur runninn upp. Núna sit ég í bílnum með kvíðahnút í maganum á leiðinni til tannsa. En það er samt ekki bara út af kvíðna taugakerfinu mínu sem ég er svona kvíðin. Eftir að Sunna frétti af öllu þessu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=