RISAstórar smáSögur 2025

69 16. KAFLI Heimkoman Allt gekk eins og í sögu.* Nú voru allir vinir. Það sorglega var að nú þurftu Kalli og Siggi gaur bráðum að fara heim. Einn daginn kom Frú Gulstubba til Kalla og Sigga gaurs. „Það verður sorglegt að kveðja þig,“ sagði Siggi gaur. „Ég var að hugsa, hvort ég mætti koma með ykkur á jörðina?“ spurði Frú Gulstubba. „Þú þarft ekki að spyrja!“ sagði Siggi gaur. „Alveg guðvelkomið!“ sagði Kalli. Geimverurnar gáfu þeim gjafir í kveðjuskyni. Eftir nokkra daga í geimflauginni sá Kalli jörðina sem hann fæddist á, og myndi líklegast líka deyja á, því það gerist ekki oft að maður bjargi jörðinni frá loftsteinaárás. *Vegna þess að þetta er saga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=