5 … langar mig að segja þér að þú ert með í höndunum alveg einstaka bók. Í henni eru stórkostlegar sögur eftir höfunda á aldrinum 8 til 12 ára. Sögurnar fjalla um allt milli himins og jarðar: klára krakka, tímaflakk, dýr, uppvakninga, jólaköttinn, loftsteina, tannlækni, jólasvein, einhyrning og margt fleira. Allar sögur byrja með hugmynd og ástæðan fyrir því að þessi bók er sérstaklega skemmtileg er sú að krakkar fá svo oft frábærar hugmyndir. Einmitt eins og þessir höfundar gerðu. Hugmyndir geta kviknað hvenær sem er og hvar sem er, t.d. þegar þú ert að leika þér, í sundi, að lesa, spjalla við vin eða bara úti í búð. Ég spurði höfundana hvaðan þau fengu hugmyndir að sögunum sínum og þau sögðu til dæmis: „Ég fékk hugmynd eftir að ég las skemmtilega bók.“ „Ég skrifaði sögu eftir draumi sem mig dreymdi.“ „Ég var í göngutúr úti í náttúrunni og fékk hugmynd.“ „Ég fékk hugmyndina þegar ég sat í bíl á leið á íþróttamót.“ „Ég fékk hugmyndina að sögunni í skólanum.“ „Ég skrifaði sögu um áhugamálið mitt.“ Já, hugmyndir geta kviknað alls staðar. Taktu eftir því. Og mundu að grípa hugmyndirnar þegar þær koma, skrifa þær niður eða teikna. Til hamingju með frábæru sögurnar ykkar, höfundar! Haldið áfram að skrifa, skapa og lesa sögur. Njótið þess að lesa þessar svakalegu sögur! Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur Áður en þú byrjar að lesa …
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=