RISAstórar smáSögur 2025

67 14. KAFLI Bardaginn Rauð geimvera kom og kallaði: „ÁRÁS!“ Hlutlausa þjóðin réðst á Rauðu vondu þjóðina. Um það bil tíu geimverur skutust út í geim. Herra Doppóttur kom og sagði: „Látið okkur um þetta, þið finnið geimveruna.“ „Fínt er!“ sagði Siggi gaur. Kalli lamdi fimm geimverur út í geiminn. Hví getur hann það?* Kalli og Siggi fundu geimveruna í búri. „Hei! Kalli og Siggi gaur! Komið núna! Hjálp!“ „Jæja,“ sagði Siggi gaur og rembdist við að opna búrið. Það var árangurslaus tilraun. Kalli, Siggi gaur og geimveran reyndu að opna búrið í fimm mínútur. „Ég er með hugmynd! Ég nota hárspennu eins og James Bond gerir!“ sagði Kalli. „Hvar finnum við eina slíka?“ spurði Siggi gaur. „Í vasanum mínum!“ sagði Kalli. „Merkileg uppfinning, þessir vasar,“ sagði Siggi gaur. „Auðvitað, þú bjóst þá til,“ sagði Kalli. Svo leystu þeir geimveruna úr búrinu. *Kalli fer í ræktina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=