64 12. KAFLI Geimveran er týnd! Kalli og Siggi vöknuðu. „Hæ!“ sagði Siggi gaur. „Góðan dag!“ Ekkert svar. „Halló!“ sagði Kalli. Ekkert svar. Þeir komust fljótt að því að geimveran var týnd. Vinirnir fengu sér morgunmat og hófu leit. Þeir spurðu Gula Kúl og Hausmjóu. Þau sögðu „Nei:“ og óskuðu þeim góðs gengis. Enginn vissi hvar hún var. „Hvar getur hún verið!“ sagði Kalli. „Ekki spyrja mig,“ sagði Siggi gaur rólegur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=