62 10. KAFLI Þjóðflokkurinn „Hvað heitirðu?“ spurði Siggi gaur. „Það eru ekki til nöfn hjá geimverunum,“ sagði Kalli. „En í kvöld fáið þið að hitta vini mína,“ sagði geimveran. Í veislunni voru allar geimverurnar eins, svo þeir urðu að gefa þeim nöfn og geimverurnar fengu að velja kyn. Frú Gull, Herra Doppóttur, Hausmjó, Kallisiggi Guli, Doppótta Frökenin og Guli Kúl. Svo hét geimveran sem Kalli og Siggi gaur þekktu best Frú Gulstubba. Herra Doppóttur sagði: „Velkomin á árshátíð gulu góðu þjóðarinnar!“ „Gulu góðu þjóðarinnar?“ spurði Kalli. „GG þjóðin og RV þjóðin,“ sagði Frú Gulstubba. „Ha?“ spurði Kalli. „Gula góða þjóðin og Rauða vonda þjóðin,“ sagði geimveran. „Hvar er Rauða vonda þjóðin?“ spurði Kalli. „Allt frá upphafi geimveruþjóðanna höfum við verið óvinir. Við deilum plássi með loftsteinum en þeir taka meira af okkar plássi viðstöðulaust,“ sagði geimveran. „Og svo?“ spurðu Kalli og Siggi gaur samtaka. „Við erum arftakar og vitum ekkert meir. RV geymir hinn hluta sögunnar,“ sagði geimveran.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=