RISAstórar smáSögur 2025

61 8. KAFLI Siggi, hæ, hæ! Kalli var fljótlega búinn að læra geimverumál. Það voru liðnar þrjár vikur síðan Kalli brotlenti.* Siggi gaur var ekki svona kátur. En draumur hans rættist, að sjá Mars í innan við eitt hundrað metra fjarlægð. En svo sá hann mjög kunnuglegan geimbúning og öskraði: „GEIMBÚNINGURINN HANS KALLA!“ Og Kalli öskraði: „GEIMFLAUGIN OKKAR, SIGGI, HÆ, HÆ!“ * Kalli vissi það út frá símanum sínum. 9. KAFLI Allir geta talað saman Siggi gaur lenti og vinirnir féllust í faðma. „Er þetta þú?“ spurði Kalli. „Uu, já, af hverju spyrðu?“ spurði Siggi gaur. Þá fór geimveran að hlæja. „Mjög fyndið,“ sagði hán*. „Talarðu mannamál?“ spurði Kalli. „Já,“ sagði geimveran. „Allir geta talað saman!“ sagði Siggi gaur. „Já,“ sagði geimveran. „Það er frábært!“ Ooooog við höfum ekkert meira að segja í þessum kafla. *Það eru ekki til kyn hjá geimverum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=