60 Siggi gaur grandskoðaði með sjónauka en enginn Kalli. „Þetta skil ég ekki, ég er búinn að grandskoða allt umhverfið í sjónaukanum en hér er enginn Kalli!“ sagði Siggi. 7. KAFLI Þar standa geimverur Kalli vildi fara úr geimflauginni til að sjá hvað leyndist á loftsteininum. Þegar hann var búinn að labba nokkrar mínútur fattaði hann að þetta var loftsteinninn sem ætlaði að klessa á jörðina. Síðan sá hann allt í einu eitthvað gult og rautt í fjarska. Svo labbaði þetta gula sem var í fjarskanum í áttina að Kalla. Þegar gula draslið kom nær honum sá Kalli að þetta var geimvera. „Vá, alvöru geimvera! Má ég taka selfí?“ spurði Kalli. „Búbbi damm skorrte ferkó*,“ sagði geimveran. Kalli skildi ekkert í þessu máli en fékk hugdettu: „Ég nota google translate!“ Og það virkaði! Geimveran hafði sagt: „Vá, alvöru manneskja! Má ég taka selfí?“ *Eða kannski hefði ég átt að segja „spurði“.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=