59 5. KAFLI Eltingaleikur! Siggi gaur átti í fullu fangi með að elta Kalla. Þeir fóru hring eftir hring, aftur og aftur … En svo klessti Kalli á loftstein! Kalli hoppaði út. „Hvar er ég?“ hrópaði hann. „SIGGI! Ég er einn með köngulónni! AAAAAA! SSSSSSiiiigggiiiiiii!“ Siggi gaur kallaði á Kalla í talstöðinni en hún hafði bilað út af því að geimflaugin hafði klesst á loftstein. 6. KAFLI Einn úti í alheiminum Ókei, alheimurinn er endalaus. Skilið? Nei, ekki skilið. Hvernig á ég að leita að Kalla?! Hugsanirnar snerust í kollinum á Sigga gaur. Allt í einu stöðvuðust þær. Byrjum bara á að leita að Kalla. Eða ætli hann hafi dáið í slysinu? Í raun og veru var Kalli bara að slappa af og spila Frúin í Hamborg með köngulónni. „Hvað keyptir þú fyrir peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér?“ sagði Kalli. „ - - - -,“ sagði köngulóin „Ohh, þetta er ekki hægt!“ sagði Kalli. „Ohh, þetta er ekki hægt,“ sagði Siggi gaur. „Ég sé ekki einu sinni Kalla í tíföldu sjónmáli. Og engar vistir, úff!“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=