RISAstórar smáSögur 2025

58 4. KAFLI Af stað!!! Þeir fóru í geimgallana og ýttu á takkann og svo byrjaði vélræn rödd sem taldi niður frá tíu: 10 ... 9 ... 8 ... 7 ... 6 ... 5 ... 4 ... 3 ... 2 ... 1 ... 0! Vélin hóstaði aðeins en svo flugu þeir upp í loftið. Þeir höfðu verið í flauginni í eina klukkustund þegar Siggi gaur sagði: „Ég er svangur.“ Þá tók Kalli upp vistir. Hann rétti Sigga gaur banana en fékk sér epli. „Ég er enn svangur,“ sagði Siggi gaur. Kalli ætlaði að taka upp pylsu en þá sá hann KÖNGULÓ!!! „AAAAAAAA!“ öskraði Kalli og svo datt hann óvart í varaflaugina og fór AF STAÐ! Þegar Siggi gaur sá Kalla elti hann Kalla á aðalflauginni lengst út í geim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=