RISAstórar smáSögur 2025

57 3. KAFLI Eldflaugin Heima hjá Sigga gaur fengu þeir sér kaffisopa (Kalli fékk sér kakó og smákökur) og svo fóru þeir rakleiðis út í gömlu bílapartasöluna. Og þeir keyptu alls konar mótora og þannig drasl. Og svo fóru þeir heim í garðinn hans Sigga gaurs og byrjuðu að smíða geimflaugina. „Hvað með geimflaugarskotpall?“ spurði Kalli. „Já, ég á nú frekar lítinn skotpall í bílskúrnum,“ sagði Siggi gaur. Kalli hoppaði hæð sína! „En nú verðum við að byrja,“ sagði Siggi gaur. Og svo byrjuðu þeir. Tveimur mánuðum síðar voru þeir búnir með allt og tilbúnir að fara. Þeir klifruðu upp í flaugina og kveiktu á henni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=