RISAstórar smáSögur 2025

56 Mögulega hefur einhver haldið að þetta væri flugeldur og sprengt hann út í geim. En svo komu fleiri steinar sem voru alveg eins í laginu og hann hringdi í Sigga gaur. Siggi gaur heyrði í símanum og svaraði. Kalli öskraði: „Bíllinn minn mun alveg eyðileggjast því það eru skringilegir steinar að svífa um í loftinu!“ „Þetta eru loftsteinar! Ég kem strax!“ Þegar Siggi gaur kom voru 16–20 loftsteinar svífandi í loftinu. „Ó nei, þetta er verra en ég bjóst við. Við verðum að hringja í öll yfirvöld.“ Og þeir gerðu það. Löggan kom langfyrst en hún sá loftsteinana ekki því Siggi var búinn að setja ofursjón í Kalla og það gerðist aftur og aftur og aftur … Siggi varð svo hissa að hann rotaðist. Kalli hellti vatni yfir Sigga gaur* svo hann vaknaði. Hann sagði: „Við verðum að taka málið í okkar hendur!“ Þeir töluðu við stjórnvöld en stjórnvöld hlógu bara að þeim. Siggi gaur og Kalli fóru í bílinn hans Kalla. „Við verðum að smíða geimflaug,“ sagði Siggi. „Af hverju?“ spurði Kalli. „Svo við getum sent geimflaugina út í geim og bjargað jörðinni,“ sagði Siggi gaur. *Fata fylgdi með.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=