55 Kalli og lofsteinarnir Ottó Hugberg Torfason, 9 ára, Sigurbjörn Skuggi Magnússon, 9 ára, Þorfinnur Sigurörn Knörr Arnaldarson, 9 ára og Pétur Vésteinn Gunnarsson, 9 ára 1. KAFLI Nú fáið þið að kynnast Kalla Kalli var karl sem var 25 ára og hann var eiginlega alltaf að láta eins og barn. Hann safnaði til dæmis pokémon-, fótbolta-, körfubolta-, hafnabolta- og ameríska-fótboltaspjöldum. Á föstudögum horfði hann á fimm bíómyndir í einu með sérstökum bíómyndablöndungi sem uppfinningavinur hans, Siggi gaur, hafði búið til. Kalli bjó á Kallagötu 5, í Karlsvík. 2. KAFLI Kalli sér stein og Siggi gaur kemur Kalli var á leið til Akureyrar í nýja bílnum sínum þegar hann sá stein sem einhver hafði kastað upp í loftið, eða hann hélt það. Ó, FLOTTA NISSAN LÍFIÐ MITT.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=