52 hló en Hrafntinna bætti um betur: „Ég veit hvað við gerum! Komdu!“ Hún sagði Ævari frá hugmyndinni sinni meðan þau flýttu sér síðasta spölinn. Þegar þau komu inn í skólann hittu þau Braga aftur. Til að planið gengi upp þyrftu þau bara að vera viss um að vonda stjúpan hans væri í vinnunni. Í því sáu þau hana birtast en þeim rétt tókst að láta hana ekki sjá sig. „Hei, Bragi?“ sagði Hrafntinna svellköld. „Þú ert svo ótrúlega hugrakkur. Þú ert alltaf að gera klikkaðri og klikkaðri símaöt.“ „Já, það þorir þessu enginn nema ég,“ „Þú myndir þó ekki þora að gera símaat í löggunni er það?“ hélt hún áfram. „Eeh, jú! Af hverju? Hvað ætti ég svo sem að segja löggunni?“ „Bara eitthvað bull,“ stakk Ævar upp á. „Þú gætir sagt að það væri kennari í skólanum þínum að selja töfrahummus eða eitthvað. Þú ert svo góður í þessu, þau munu trúa hverju sem er.“ Bragi hugsaði sig um og tók hikandi upp símann en lét svo vaða. Innan skamms sáu þau löggubíl keyra inn á skólalóðina. Þá rétti Hrafntinna krukkuna upp í loft og kallaði: „Rósalína, er þetta nestið þitt?“ Rósalína réð ekki við sig. Hún tók á sprett og stökk í átt að krukkunni. Hún greip hummusinn úr hendi Hrafntinnu og faðmaði krukkuna þétt að sér, en í því steig Hrafntinna til
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=