RISAstórar smáSögur 2025

51 Nú voru góð ráð dýr. Systkinin báru saman það sem þau vissu um málið og reyndu að hugsa næstu skref. Það fór að líða að því að skólinn byrjaði svo þau gripu töskurnar og stukku af stað. Þeim hlyti að detta eitthvað í hug á leiðinni. Þau brutu heilann um þessa vonlausu stöðu þar til þau voru trufluð. „Hei krakkar!“ kallaði bekkjarbróðir þeirra og hljóp á eftir þeim. Ævar lokaði augunum og dæsti. „Frábært,“ sagði Hrafntinna og ranghvolfdi í sér augunum. „Einmitt sá sem okkur vantaði. Getur hann ekki bara látið okkur vera svona einu sinni?“ Bragi var fljótur að ná þeim. „Hei, var ég búinn að segja ykkur frá nýjasta símaatinu mínu?“ „Bragi, plís,“ svaraði Ævar. „Ekki minnast á símaat við okkur akkúrat núna.“ Bragi lét sem hann heyrði ekki í honum. „Ég fór á já.is og fann bara einhvern málara, einhverja konu í Grafarvoginum, fann svo einhverja mynd á netinu af einhverjum gaur með byssu og sendi henni.“ Það leyndi sér ekki hvað honum fannst hann vera sniðugur. „Svo hringdi ég í hana og spurði hvort hún gæti málað þessa mynd af mér.“ Hann rak upp hrossahlátur. „Ég sagði henni að það væri eins gott að myndin yrði góð því það væri fimmhundruðkall á leiðinni til hennar í pósti!“ Hann missti næstum andann af hlátri og tók ekkert eftir því að systkinin stóðu gapandi eftir meðan hann hélt áfram að labba. Ævar faldi andlitið í lófunum: „Ókei, þetta er of gott!“ Hann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=