50 bakka í felur og hringdi strax í lögguna. Í sömu svifum fann Rósalína símann sinn titra. Hún hljóp afsíðis svo að Ævar gæti ekki heyrt í sér og svaraði. „Þú hefur þrjá klukkutíma til að koma með hummusinn,“ sagði Þórkatla og skellti á. Rósalína leit skelfingu lostin á klukkuna og flýtti sér aftur að felustaðnum. Þá blasti hins vegar við henni lögreglubíll og hún heyrði Hrafntinnu segja: „Hún var hérna rétt áðan, þið verðið að trúa mér!“ Í því brunaði löggan í burtu. Rósalína sá að henni var ekki til setunnar boðið, enda þurfti hún að mæta í vinnuna eftir smá stund og vissi heldur ekki hvað hún ætti að gera fyrst Hrafntinna vissi af henni. Hrafntinna hljóp beint inn til Ævars. Hann var nýsofnaður í hægindastól með pensilinn í hendinni og hraut hástöfum. „Ævar, vaknaðu!“ Ævar hrökk upp með andfælum. „Rósalína var að fylgjast með þér! Hvað er eiginlega í gangi?“ hélt hún áfram. Hún útskýrði óðamála hvernig tvær lögreglukonur, ein ljóshærð og ein dökkhærð, hefðu komið og gripið í tómt og haldið að hún væri að gera símaat. „Hrafntinna,“ sagði Ævar róandi og benti á málverkið. „Við erum með sönnunargögn. Hringdu aftur.“ Hrafntinna vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta. Áður en hún náði almennilega utan um hvað þetta þýddi var hún byrjuð að hringja í lögguna í þriðja sinn. En nú var þolinmæðin á þrotum: „Þú og þinn töfrahummus! Þetta er nú meira bullið! Bless!“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=