RISAstórar smáSögur 2025

49 „Ekkert!“ svaraði sú dökkhærða og dró hina með sér í burtu. Rósalína skildi ekki neitt í neinu en mátti engan tíma missa. Ævar var kominn heim. Þegar hann kom inn í herbergið sitt teygði hann sig ofan í vasa og greip um hart og svalt glerið. Hrafntinnu hafði ekki grunað neitt. Hann lyfti krukkunni upp og virti hana fyrir sér. Á meðan var Rósalína að koma sér fyrir inni í runna þaðan sem hún sá vel inn um gluggann hjá honum. Þegar hún sá hummusinn stappaði hún niður fæti og bölvaði Ævari í sand og ösku. En hún vissi að ef hún myndi misstíga sig núna myndi hún lenda bak við lás og slá. Ævar velti fyrir sér hvernig væri best að afhjúpa Rósalínu en svo fór hann að íhuga að smakka bara hummusinn sjálfur. Hann náði í skeið úr eldhúsinu og opnaði krukkuna varlega. Rósalína stífnaði upp þegar hún sá hummusinn minnka fyrir framan nefið á sér. Hún bað til Guðs að Ævar kláraði ekki hummusinn en hugsaði með sér að hann kæmi nú út fyrr eða síðar og þá gæti hún náð krukkunni aftur. Þá tók Ævar hins vegar upp trönur og striga og fór að mála. Henni til sárrar gremju virtist hann aldrei ætla að hætta og í þokkabót varð myndin hans miklu fallegri en nokkuð sem hún hafði sjálf málað. Ævar málaði fram undir morgun en í þarnæstu götu vaknaði Hrafntinna fyrir allar aldir. Hún átti eftir að sækja íþróttafötin sín svo hún byrjaði á að labba heim. Þegar hún gekk fyrir götuhornið hrökk hún við. Hvað var Rósalína að gera inni í runna fyrir utan húsið hennar? Hún var fljót að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=